Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. ágúst 2010 13:02
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sky 
Fulham sagt hafa áhuga á Royston Drenthe
Royston Drenthe mun ekki hlæja mikið ef hann verður áfram hjá Real Madrid.
Royston Drenthe mun ekki hlæja mikið ef hann verður áfram hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham er sagt hafa áhuga á því að tryggja sér þjónustu Hollendingsins Royston Drenthe, en hann er á mála hjá Real Madrid á Spáni.

Drenthe hefur verið greint frá því að hann megi yfirgefa Santiago Bernabeu, en ekkert pláss er fyrir hann í framtíðaráformum þjálfarans Jose Mourinho.

Drenthe var ekki í leikmannahóp Real þegar liðið mætti Real Mallorca um helgina í fyrsta leik sínum í spænsku úrvalsdeildinni, en franska liðið Monaco var sagt hafa mikinn áhuga á leikmanninum.

Hollendingurinn vildi þó ekki ganga til liðs við Monaco og er Mark Hughes stjóri Fulham sagður vilja fá leikmanninn til Lundúna í kjölfar þeirra fregna.
banner
banner
banner