Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   mið 02. nóvember 2011 09:30
Elvar Geir Magnússon
Skoraði þremur dögum eftir að sonur hans dó
Það var tilfinningarík stund á heimavelli Doncaster í gær þegar Billy Sharp kom liðinu yfir gegn Middlesbrough í Championship-deildinni.

Sharp var að spila þremur dögum eftir að tveggja daga sonur hans hafði látist og skoraði fyrsta mark leiksins á fjórtándu mínútu.

Sharp fagnaði með því að lyfta treyjunni upp og sýna bol með áletruninni „Thats for you son“ eða „Þetta er fyrir þig sonur“. Dómarinn ákvað horfa framhjá reglunum og sleppti því að spjalda hann.

Fyrir leikinn tilkynnti Doncaster að sonur Sharp hefði látist um síðustu helgi.

Middlesbrough kom til baka og vann leikinn 3-1.
banner