Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 05. september 2012 18:00
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Ottesen: Þjálfarateymið og viðhorf manna miklu betra
Laus við meiðslin sem hafa plagað hann
Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn er fullfrískur fyrir landsleikinn gegn Noregi á föstudag. Fótbolti.net ræddi við hann fyrir æfingu í dag og spurði út í verkefnið framundan og nýjasta liðsfélaga hans hjá FCK, Rúrik Gíslason.

Hvernig er líkamlegt stand þitt?
Það er mjög gott. Ég get ekkert kvartað núna. Ég er laus við öll þessi meiðsli sem hafa verið að plaga mig undanfarið. Þessi meiðsli sem ég lenti í síðast eru í raun óheppni. Ég fékk högg á legginn og það kemur smá sprunga á beinið utan á löppinni. Það tengist ekkert gömlu meiðslunum og ég er í toppstandi núna.

Þú ert væntanleg fullur tilhlökkunar fyrir komandi verkefni?
Að sjálfsögðu. Það er alltaf gaman að koma og spila með landsliðinu. Við erum mjög spenntir fyrir þessari undankeppni núna.

Og er ekki kominn tími til að leggja þessa Norðmenn?
Jú ég held að það sé kominn tími á það. Við höfum spilað mjög jafna leiki við þá undanfarin ár og oft farið svekktir af velli. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá þrjú stig.

Það eru komnir nýir og ferskir vindar í landsliðið?
Já. Þjálfarateymið og viðhorf leikmanna miklu betra núna. Þetta lítur mjög vel út en við þurfum samt að gera okkar vinnu inni á vellinum. Það skiptir mestu máli.

Ef við lítum aðeins á FCK, þið voruð að fá Rúrik Gíslason. Hvernig lýst þér á það?
Það er mjög gaman að fá Rúrik til okkar. Hann er mjög góður fótboltamaður og mun klárlega styrkja FCK. Ekki er það verra að hann sé íslenskur.

Hvernig er baráttan sem þú og Ragnar Sigurðsson eruð í, samkeppnin um miðvarðastöðurnar?
Hún er mjög sterk. Það er mikil barátta um sætið. Það eru tveir leikmenn sem hafa spilað í landsliði Dana í þessum stöðum. Þeir hafa báðir spilað í spænsku úrvalsdeildinni en þetta eru mjög öflugir og það er klárlega mikil samkeppni hjá okkur Ragga.
Athugasemdir
banner