Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 05. september 2012 18:00
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Ottesen: Þjálfarateymið og viðhorf manna miklu betra
Laus við meiðslin sem hafa plagað hann
Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn er fullfrískur fyrir landsleikinn gegn Noregi á föstudag. Fótbolti.net ræddi við hann fyrir æfingu í dag og spurði út í verkefnið framundan og nýjasta liðsfélaga hans hjá FCK, Rúrik Gíslason.

Hvernig er líkamlegt stand þitt?
Það er mjög gott. Ég get ekkert kvartað núna. Ég er laus við öll þessi meiðsli sem hafa verið að plaga mig undanfarið. Þessi meiðsli sem ég lenti í síðast eru í raun óheppni. Ég fékk högg á legginn og það kemur smá sprunga á beinið utan á löppinni. Það tengist ekkert gömlu meiðslunum og ég er í toppstandi núna.

Þú ert væntanleg fullur tilhlökkunar fyrir komandi verkefni?
Að sjálfsögðu. Það er alltaf gaman að koma og spila með landsliðinu. Við erum mjög spenntir fyrir þessari undankeppni núna.

Og er ekki kominn tími til að leggja þessa Norðmenn?
Jú ég held að það sé kominn tími á það. Við höfum spilað mjög jafna leiki við þá undanfarin ár og oft farið svekktir af velli. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá þrjú stig.

Það eru komnir nýir og ferskir vindar í landsliðið?
Já. Þjálfarateymið og viðhorf leikmanna miklu betra núna. Þetta lítur mjög vel út en við þurfum samt að gera okkar vinnu inni á vellinum. Það skiptir mestu máli.

Ef við lítum aðeins á FCK, þið voruð að fá Rúrik Gíslason. Hvernig lýst þér á það?
Það er mjög gaman að fá Rúrik til okkar. Hann er mjög góður fótboltamaður og mun klárlega styrkja FCK. Ekki er það verra að hann sé íslenskur.

Hvernig er baráttan sem þú og Ragnar Sigurðsson eruð í, samkeppnin um miðvarðastöðurnar?
Hún er mjög sterk. Það er mikil barátta um sætið. Það eru tveir leikmenn sem hafa spilað í landsliði Dana í þessum stöðum. Þeir hafa báðir spilað í spænsku úrvalsdeildinni en þetta eru mjög öflugir og það er klárlega mikil samkeppni hjá okkur Ragga.
Athugasemdir