Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
Sölvi telur Bröndby hafa vanmetið Víking: „Kaupmannahafnarbúar líta stórt á sig“
Nik: Það getur allt gerst í bikarleik, sjáðu bara Man Utd á móti Coventry
Hrafnhildur Ása: Tveir tapleikir í bikarúrslit, kominn tími til að vinna
Fyrirliði Bröndby á Víkingsvelli: Getur allt gerst í fótbolta
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
   mið 05. september 2012 18:00
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Ottesen: Þjálfarateymið og viðhorf manna miklu betra
Laus við meiðslin sem hafa plagað hann
Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn er fullfrískur fyrir landsleikinn gegn Noregi á föstudag. Fótbolti.net ræddi við hann fyrir æfingu í dag og spurði út í verkefnið framundan og nýjasta liðsfélaga hans hjá FCK, Rúrik Gíslason.

Hvernig er líkamlegt stand þitt?
Það er mjög gott. Ég get ekkert kvartað núna. Ég er laus við öll þessi meiðsli sem hafa verið að plaga mig undanfarið. Þessi meiðsli sem ég lenti í síðast eru í raun óheppni. Ég fékk högg á legginn og það kemur smá sprunga á beinið utan á löppinni. Það tengist ekkert gömlu meiðslunum og ég er í toppstandi núna.

Þú ert væntanleg fullur tilhlökkunar fyrir komandi verkefni?
Að sjálfsögðu. Það er alltaf gaman að koma og spila með landsliðinu. Við erum mjög spenntir fyrir þessari undankeppni núna.

Og er ekki kominn tími til að leggja þessa Norðmenn?
Jú ég held að það sé kominn tími á það. Við höfum spilað mjög jafna leiki við þá undanfarin ár og oft farið svekktir af velli. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá þrjú stig.

Það eru komnir nýir og ferskir vindar í landsliðið?
Já. Þjálfarateymið og viðhorf leikmanna miklu betra núna. Þetta lítur mjög vel út en við þurfum samt að gera okkar vinnu inni á vellinum. Það skiptir mestu máli.

Ef við lítum aðeins á FCK, þið voruð að fá Rúrik Gíslason. Hvernig lýst þér á það?
Það er mjög gaman að fá Rúrik til okkar. Hann er mjög góður fótboltamaður og mun klárlega styrkja FCK. Ekki er það verra að hann sé íslenskur.

Hvernig er baráttan sem þú og Ragnar Sigurðsson eruð í, samkeppnin um miðvarðastöðurnar?
Hún er mjög sterk. Það er mikil barátta um sætið. Það eru tveir leikmenn sem hafa spilað í landsliði Dana í þessum stöðum. Þeir hafa báðir spilað í spænsku úrvalsdeildinni en þetta eru mjög öflugir og það er klárlega mikil samkeppni hjá okkur Ragga.
Athugasemdir
banner
banner