Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mið 05. september 2012 18:00
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Ottesen: Þjálfarateymið og viðhorf manna miklu betra
Laus við meiðslin sem hafa plagað hann
Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn er fullfrískur fyrir landsleikinn gegn Noregi á föstudag. Fótbolti.net ræddi við hann fyrir æfingu í dag og spurði út í verkefnið framundan og nýjasta liðsfélaga hans hjá FCK, Rúrik Gíslason.

Hvernig er líkamlegt stand þitt?
Það er mjög gott. Ég get ekkert kvartað núna. Ég er laus við öll þessi meiðsli sem hafa verið að plaga mig undanfarið. Þessi meiðsli sem ég lenti í síðast eru í raun óheppni. Ég fékk högg á legginn og það kemur smá sprunga á beinið utan á löppinni. Það tengist ekkert gömlu meiðslunum og ég er í toppstandi núna.

Þú ert væntanleg fullur tilhlökkunar fyrir komandi verkefni?
Að sjálfsögðu. Það er alltaf gaman að koma og spila með landsliðinu. Við erum mjög spenntir fyrir þessari undankeppni núna.

Og er ekki kominn tími til að leggja þessa Norðmenn?
Jú ég held að það sé kominn tími á það. Við höfum spilað mjög jafna leiki við þá undanfarin ár og oft farið svekktir af velli. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá þrjú stig.

Það eru komnir nýir og ferskir vindar í landsliðið?
Já. Þjálfarateymið og viðhorf leikmanna miklu betra núna. Þetta lítur mjög vel út en við þurfum samt að gera okkar vinnu inni á vellinum. Það skiptir mestu máli.

Ef við lítum aðeins á FCK, þið voruð að fá Rúrik Gíslason. Hvernig lýst þér á það?
Það er mjög gaman að fá Rúrik til okkar. Hann er mjög góður fótboltamaður og mun klárlega styrkja FCK. Ekki er það verra að hann sé íslenskur.

Hvernig er baráttan sem þú og Ragnar Sigurðsson eruð í, samkeppnin um miðvarðastöðurnar?
Hún er mjög sterk. Það er mikil barátta um sætið. Það eru tveir leikmenn sem hafa spilað í landsliði Dana í þessum stöðum. Þeir hafa báðir spilað í spænsku úrvalsdeildinni en þetta eru mjög öflugir og það er klárlega mikil samkeppni hjá okkur Ragga.
Athugasemdir
banner
banner