Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   mið 05. september 2012 18:00
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Ottesen: Þjálfarateymið og viðhorf manna miklu betra
Laus við meiðslin sem hafa plagað hann
Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn er fullfrískur fyrir landsleikinn gegn Noregi á föstudag. Fótbolti.net ræddi við hann fyrir æfingu í dag og spurði út í verkefnið framundan og nýjasta liðsfélaga hans hjá FCK, Rúrik Gíslason.

Hvernig er líkamlegt stand þitt?
Það er mjög gott. Ég get ekkert kvartað núna. Ég er laus við öll þessi meiðsli sem hafa verið að plaga mig undanfarið. Þessi meiðsli sem ég lenti í síðast eru í raun óheppni. Ég fékk högg á legginn og það kemur smá sprunga á beinið utan á löppinni. Það tengist ekkert gömlu meiðslunum og ég er í toppstandi núna.

Þú ert væntanleg fullur tilhlökkunar fyrir komandi verkefni?
Að sjálfsögðu. Það er alltaf gaman að koma og spila með landsliðinu. Við erum mjög spenntir fyrir þessari undankeppni núna.

Og er ekki kominn tími til að leggja þessa Norðmenn?
Jú ég held að það sé kominn tími á það. Við höfum spilað mjög jafna leiki við þá undanfarin ár og oft farið svekktir af velli. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá þrjú stig.

Það eru komnir nýir og ferskir vindar í landsliðið?
Já. Þjálfarateymið og viðhorf leikmanna miklu betra núna. Þetta lítur mjög vel út en við þurfum samt að gera okkar vinnu inni á vellinum. Það skiptir mestu máli.

Ef við lítum aðeins á FCK, þið voruð að fá Rúrik Gíslason. Hvernig lýst þér á það?
Það er mjög gaman að fá Rúrik til okkar. Hann er mjög góður fótboltamaður og mun klárlega styrkja FCK. Ekki er það verra að hann sé íslenskur.

Hvernig er baráttan sem þú og Ragnar Sigurðsson eruð í, samkeppnin um miðvarðastöðurnar?
Hún er mjög sterk. Það er mikil barátta um sætið. Það eru tveir leikmenn sem hafa spilað í landsliði Dana í þessum stöðum. Þeir hafa báðir spilað í spænsku úrvalsdeildinni en þetta eru mjög öflugir og það er klárlega mikil samkeppni hjá okkur Ragga.
Athugasemdir
banner
banner