Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 27. september 2013 12:15
Magnús Már Einarsson
Brynjar Björn spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi skorar samkvæmt spá Brynjars.
Gylfi skorar samkvæmt spá Brynjars.
Mynd: Getty Images
Björn Bragi Arnarsson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í gang mála í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Brynjar Björn Gunnarsson spáir í leikina að þessu sinni en hann varð Íslandsmeistari með KR um síðustu helgi.

Brynjar Björn þekkir enska boltann vel en hann lék á Englandi í 14 ár áður en hann kom aftur til Íslands í vor.

Tottenham 1 - 1 Chelsea (11:45 á morgun)
Þetta verður harður slagur í London. Ég held að Gylfi skori í þessum leik.

Aston Villa 1 - 3 Manchester City (14:00 á morgun)
Manchester City virðist vera á góðu skriði eftir leikinn gegn Manchester United um daginn og ég sé Villa ekki fá mikið úr þessu.

Fulham 2 - 0 Cardiff (14:00 á morgun)
Fulham eru ágætir á heimavelli en þeir eru lélegir á útivelli. Þeir taka þetta, því miður fyrir Aron Einar og félaga.

Manchester United 3 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Manchester United er aðeins að komast í gang og WBA ætti ekki að vera með lið sem getur staðið í United.

Hull 0 - 0 West Ham (14:00 á morgun)
Þetta verður mikil barátta og lítið um færi.

Southampton 2 - 1 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Southampton er að spila ágætlega og eru með ágætis lið á meðan að Palace er ennþá að reyna að fóta sig í deildinni.

Swansea 0 - 3 Arsenal (16:30 á morgun)
Arsenal er með mjög öflugt lið þó að þeir hafi ekki unnið titla í mörg ár.

Stoke 1 - 0 Norwich (12:30 á sunnudag)
Ég verð að tippa á mínu gömlu félaga í Stoke. Þeir klára þetta 1-0 á Britannia.

Sunderland 0 - 2 Liverpool (15:00 á sunnudag)
Sunderland er í tómu rugli, í fyrsta lagi með því að ráða Di Canio. Það besta sem þeir hafa gert er að reka hann.

Everton 1 - 2 Newcastle (19:00 á mánudag)
Everton spilar ágætlega inn á milli en þeir gefa of mörg færi á sér.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner