Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mið 07. maí 2014 15:54
Magnús Már Einarsson
Víkingur Ó. fær mann úr varaliði Leverkusen (Staðfest)
Herzig í leik í þýsku neðri deildunum.
Herzig í leik í þýsku neðri deildunum.
Mynd: Getty Images
Víkingur Ólafsvík hefur fengið varnar og miðjumanninn Denny Herzig til liðs við sig fyrir átökin í 1. deild í sumar.

Herzig var síðast á mála hjá Bayer Leverkusen hann lék með varaliði félagsins tímabilið 2012/2013.

Þar áður lék Herzig með liðum eins og Dynamo Dresden, Eintracht Trier og SV Elversberg í þýsku neðri deildunum.

Herzig flutti 16 ára gamall til Englands þar sem hann var á mála hjá Wimbledon og Blackpool í tvö ár áður en meistaraflokksferill hans hófst í Þýskalandi.

Víkingur Ólafsvík mætir KA í fyrstu umferðinni í 1. deildinni á Akureyri á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner