Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. september 2004 21:20
Skagamenn Íslandsmeistarar í 2. flokki
Skagamenn tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í 2.flokki karla með sigri á FH-ingum, meisturunum frá í fyrra, á Kaplakrikavelli.

Fyrir umferðina í dag voru Skagamenn í 2 sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Breiðablik sem átti lokaleik sinn í mótinu gegn erkifjendunum í HK sem voru í botnsæti og þegar fallnir. Breiðablik gerði 2-2 jafntefli þar sem að Guðmundur Pétur Ólafsson kom Blikum tvisvar yfir, í seinna skiptið með marki úr víti.

Leikurinn á Kaplakrika endaði með 4-3 sigri Skagamanna þar sem þeir Arnar Már Guðjónsson með tvo mörk, Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Kristinn Júlíus Halldórsson skoruðu mörk nýkrýndra Íslandsmeistara í öðrum flokki karla

Fótbolti.net óskar Skagamönnum til hamingju með sigurinn.


Úrslitin í lokaumferðinni í kvöld:
FH - ÍA 3-4
Breiðablik - HK 2-2
KR - Fylkir 5-3
Fjölnir - Fram 5-1

Fjölnir og HK féllu niður í B-riðil en Valur og ÍR tvö efstu liðin í B-riðli komust upp í A-riðil.
Athugasemdir
banner
banner