Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
banner
   fim 08. janúar 2026 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Kristján til Grikklands?
Mynd: Cracovia
Davíð Kristján Ólafsson gæti verið á förum frá pólska félaginu Cracovia. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á honum frá gríska úrvalsdeildarfélaginu Larissa.

Davíð hefur verið í litlu hlutverki i pólska liðinu frá því í september, einungis komið við sögu í tveimur leikjum frá 24. september. Eftir að hafa byrjað tímabilið sem byrjunarliðsmaður.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er einnig áhugi frá ónefndu félagi í Póllandi.

Larissa situr í 13. og næstneðsta sæti grísku deildarinnar. Félagið þekkir að vera með íslenskan leikmann hjá sér því Ögmundur Kristinsson var þar á árunum 2018-20.

Davíð Kristján er þrítugur vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Breiðabliki. Hjá Cracovia hefur hann aðallega spilað sem vængbakvörður.

Hann fór út í atvinnumennsku eftir tímabilið 2019 hjá Blikum og hefur spilað með Álasundi, Kalmar og Cracovia. Hann var keyptur til pólska félagsins fyrir tveimur árum síðan. Samkvæmt Transfermarkt á hann hálft ár eftir af samningi sínum við pólska félagið.

Hann á að baki 15 A-landsleiki og eitt mark. Hann var síðast í landsliðshópnum fyrir tæpum þremur árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner