Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 08. janúar 2026 16:00
Elvar Geir Magnússon
Cucurella löglegur gegn Arsenal á miðvikudaginn
Mynd: EPA
Marc Cucurella, vinstri bakvörður Chelsea, fær bara eins leiks bann fyrir rauða spjaldið gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Spánverjinn fékk beint rautt fyrir brot á Harry Wilson sem var að spæna í átt að marki Chelsea.

Fulham nýtti sér liðsmuninn og vann 2-1 sigur.

Samkvæmt reglum er eins leiks bann fyrir brot sem rænir upplögðu marktæifæri.

Á Englandi tengjast viðurlögin í öllum keppnum svo Cucurella tekur út bannið í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Liam Rosenior, gegn Charlton í FA-bikarnum á laugardag.

Cucurella verður löglegur í fyrri leik Chelsea gegn Arsenal í undanúrslitum Carabao deildabikarsins næsta miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner