Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 01. mars 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Sóli Hólm spáir í leiki vikunnar á Englandi
Sólmundur Hólm.
Sólmundur Hólm.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Sóli spáir því að Gylfi verði í stuði gegn Arsenal.  Það dugar þó ekki til sigurs.
Sóli spáir því að Gylfi verði í stuði gegn Arsenal. Það dugar þó ekki til sigurs.
Mynd: Getty Images
Ighalo á eftir að fara illa með Manchester United samkvæmt spánni.
Ighalo á eftir að fara illa með Manchester United samkvæmt spánni.
Mynd: Víkingur R
Rúnar Már Sigurjónsson var með sex rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Heil umferð fer fram í dag og á morgun en Sólmundur Hólm, útvarpsmaður og grínisti, spáir í þá leiki.



Aston Villa 1 - 3 Everton (19:45 í kvöld)
Everton á töluvert inni. Minn maður Arouna Kone skorar 1-2 mörk.

Bournemouth 0 - 2 Southampton (19:45 í kvöld)
Bournemouth er í ágætis málum en ég held að Southampton vinni þetta.

Leicester 4 - 1 WBA (19:45 í kvöld)
Leiester siglir þessu heim örugglega. Það væri æðislegt fyrir fótboltann og heiminn ef þeir yrðu meistarar. Þetta er samt svipað eins og þegar Liverpool var nálægt því fyrir tveimur árum síðan, ég held að Guð sé ekki svona góður.

Norwich 1 - 1 Chelsea (19:45 í kvöld)
Þarna erum við með slag í neðri hlutanum. Ég tippa á jafntefli.

Sunderland 2 - 1 Crystal Palace (19:45 í kvöld)
Þetta verður leiðinlegur leikur.

Arsenal 3 - 2 Swansea (19:45 á morgun)
Arsenal er í séns ennþá og vinnur. Gylfi skorar eitt leggur upp hitt.

Stoke 2 - 2 Newcastle (19:45 á morgun)
Þetta verður fjörugur leikur.

West Ham 2 - 1 (19:45 á morgun)
Tottenham er leiðinlega ofarlega í töflunni en ég held að Upton Park sé of mikið fyrir þá.

Liverpool 3 - 0 Manchester City (20:00 á morgun)
Mínir menn eiga harma að hefna. Núna vinnum við þetta. Við höfum haft fín tök á City og það þurfti vítaspyrnukeppni til að klára okkur um síðustu helgi.

Manchester United 1 - 2 Watford (20:00 á morgun)
Ég held að Ighalo verði of stór biti fyrir Manchester vörnina. Watford vinnur 2-1.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Bjarni Benediktsson (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Dagur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner