Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 11. mars 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Friðgeir Bergsteinsson og Gunnleifur Gunnleifsson.
Friðgeir Bergsteinsson og Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alli og félagar rúlla yfir Aston Villa samkvæmt spá Gunnleifs.
Alli og félagar rúlla yfir Aston Villa samkvæmt spá Gunnleifs.
Mynd: Getty Images
Jóhann Alfreð Kristinsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í enska boltann um síðustu helgi.

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður í Breiðabliki og íslenska landsliðinu, spáir í leikina að þessu sinni.

Spáin er aðeins öðruvísi en vanalega þar sem einungis fimm leikir eru í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Gunnleifur spáir einnig í 8-liða úrslit enska bikarsins og í einn leik í Championship deildinni.

Enska úrvalsdeildin:

Norwich 1 - 5 Man City (12:45 á morgun)
Manchester City er komið á skrið og vinnur rest.

Bournemouth 3 - 1 Swansea (15:00 á morgun)
Gylfi skorar og verður allt í öllu. Hann getur samt ekki séð bæði um allan sóknarleikinn og varnarleikinn.

Stoke 0 - 0 Southampton (15:00 á morgun)
Það verður frost og rok á Britannia og enginn nennir að hreyfa sig.

Aston Villa 0 - 3 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Hversu lélegir eru Aston Villa? Ömurlegt lið sem tapar með stæl 0-3.

Leicester 1 - 1 Newcastle (20:00 á mánudag)
Newcastle menn eru spenntir yfir komu Rafa Benítez og vilja sýna tilvonandi stjóra að það býr mikið meira í þessu liði.

Enski bikarinn:

Reading 2 - 1 Crystal Palace (19:55 í kvöld)
Reading er mikið bikarlið og Brynjar Björn leggur upp sigurmarkið.

Everton 1 - 3 Chelsea (17:30 á morgun)
Þetta er eini möguleiki Chelsea á að vinna titil. Þeir vinna 3-1 og fara alla leið í þessari keppni.

Arsenal 1 - 0 Watford (13:30 á sunnudag)
Sömuleiðis eini möguleiki Arsenal á titli.

Man Utd 0 - 2 West Ham (16:00 á sunnudag)
Dimitri Payet verður með flugeldasýningu.

Championship:

Cardiff 2 - 1 Ipswich (15:00 á morgun)
Þetta endar með sigri Cardiff þar sem Aron fær rautt. Gunnar Sigurðarson, Ipswich maður, þarf að greiða Aroni skuld eftir tapið.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Bjarni Benediktsson (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Dagur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Sóli Hólm (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner