Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 04. mars 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Alfreð spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Jóhann Alfreð andar í poka fyrir leik Tottenham og Arsenal á morgun.
Jóhann Alfreð andar í poka fyrir leik Tottenham og Arsenal á morgun.
Mynd: Úr einkasafni
Jóhann Alfreð fagnar titli.
Jóhann Alfreð fagnar titli.
Mynd: Úr einkasafni
Harry Kane verður hetjan samkvæmt spá Jóhanns.
Harry Kane verður hetjan samkvæmt spá Jóhanns.
Mynd: Getty Images
Sóli Hólm skilaði þremur réttum þegar hann spáði í leikina í enska boltanum í þessari viku.

Jóhann Alfreð Kristinsson, grínisti í Mið-Ísland, er harður stuðningsmaður Tottenham og hann spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni.



Tottenham 2 - 0 Arsenal (12:45 á morgun)
Það verða pillur oní seríósið á laugardag því þetta verður ROS. A. LEGUR. Leikur. Tottenham tapar ekki tveimur leikjum í röð. Vandinn er að ég er ekki viss um að Arsenal tapi fjórum í röð. En við klárum þetta 2-0 með mörkum frá Kane, rétt eins og í fyrra. The Norh-London power shift is on!

Chelsea 2 - 0 Stoke (15:00 á morgun)
Chelsea slysast til að vinna þennan og halda áfram skriðinu upp í Evrópusæti.

Everton 1 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Það er eitthvað við þetta West Ham lið. Staðan verður 1-1 þar til það eru 20 mínútur eftir en þá setur Bilic upp húfuna og leikmenn West Ham þora ekki öðru en að sigra þenna leik 2-1.

Man City 4 - 1 Aston Villa (15:00 á morgun)
Villa, því miður, eru að falla hraðar en Felix Baumgartner um árið. Þeir ná samt að læða inn einu og það verður eins og heimildarmyndin hans Einars Más, Sigur í tapleik.

Newcastle 0 - 0 Bournemouth (15:00 á morgun)
Bournemouth sækja stig. Þessi leikur verður ekki gefin út á DVD og ESPN mun ekki gera 30/30 heimildarmynd um hann.

Southampton 3 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Southampton setja sig í gang á nýjan leik og þetta verður jafn öruggt og Tinna-greiðslan hans Koeman.

Swansea 2 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Gylfi farinn að setja hann og Swansea farnir að líta út eins og í fyrra. Þeir koma sér þægilega af fallsvæðinu. Gylfi leggur upp og því verða gerða góð skil í klippu á visir.is

Watford 1 - 3 Leicester (17:30 á morgun)
Gulu treyjurnar hjá Watford virka róandi fyrir refina. Forrest hættir því ekki að hlaupa. Allavega ekki þessa helgina. Hollywood fylgist náið með.

Crystal Palace 2 - 1 Liverpool (13:30 á sunnudag)
Stöðugleikinn mætir ekki á Anfield fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Eins og fyrri daginn gleðjast veðbankar en þeir hafa grætt um 18 milljarða punda á Liverpool síðustu 7 árin.

WBA 1 - 1 Manchester United (16:00 á sunnudag)
WBA taka púlisískt stig hér. Rashford féll á efnafræðiprófinu og nær sér ekki alveg á strik en Rooney þumbar inn einu.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Bjarni Benediktsson (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Dagur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Sóli Hólm (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner