Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   sun 24. apríl 2016 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Dele Alli besti ungi leikmaður tímabilsins
Mynd: Getty Images
Dele Alli, 20 ára miðjumaður Tottenham, hefur verið kjörinn besti ungi leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Alli er búinn að eiga magnað tímabil með Tottenham sem er í öðru sæti deildarinnar, átta stigum frá toppliði Leicester.

Í kvöld fer fram verðlaunaafhending fyrir bestu leikmenn tímabilsins 2015-16 í ensku úrvalsdeildinni og mun besti leikmaður tímabilsins, Riyad Mahrez talinn líklegastur, vera kynntur von bráðar.

Alli er búinn að skora 10 mörk í 32 deildarleikjum á tímabilinu sem er magnað fyrir dreng sem var aðeins 19 ára þegar hann braust í byrjunarliðið á upphafi tímabilsins.

Alli fer að öllum líkindum á Evrópumótið í sumar þar sem hann er talinn gera sterkt tilkall til byrjunarliðssætis í öflugu liði Englendinga.
Athugasemdir
banner
banner