Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 06. maí 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
„Maður þarf ekki að kenna honum mikið“
Adam Örn Arnarson.
Adam Örn Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur mikið úrval af bakvörðum og einn af þeim er Adam Örn Arnarson. Vegna meiðsla Kennie Chopart lék Adam sem einn af miðvörðunum í þriggja miðvarða kerfi Framara í gær og átti mjög góðan leik í 2-1 sigri gegn Fylki.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

„Adam kom inn í hálfleik fyrir Kennie í hálfleik gegn Val og spilaði mjög vel. Hann er búinn að æfa þessa stöðu með okkur í vetur auk þess að vera sem vængbakvörður. Adam er með gríðarlega reynslu og hann er frábær fótboltamaður, maður þarf ekki að kenna honum mikið. Hann leysti þetta ofboðslega vel í dag," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn.

Már Ægisson var ekki með í leiknum í gær vegna veikinda og hinn ungi Freyr Sigurðsson er að glíma við smávægileg meiðsli.

„Það er samkeppni og allir sem hafa fengið tækifærið hafa stigið upp. Við erum með fína breidd og þetta hjálpar okkur að trúa því að þó það vanti einn eða tvo getum við skilað svipuðu dagsverki."

Rúnar segist hafa ákveðið að spila þriggja miðvarða kerfi því hann telji það henta leikmannahópnum betur. Framarar hafa byrjað tímabilið mjög vel og eru í þriðja sæti en viðtalið við Rúnar er í heild í sjónvarpinu hér að neðan.
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Athugasemdir
banner
banner
banner