Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 12:30
Brynjar Ingi Erluson
„Ætlum að gera allt til þess að halda Sancho“
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Sebastien Kehl, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund í Þýskalandi, segir að félagið ætli að gera allt til þess að halda Jadon Sancho áfram hjá félaginu.

Sancho er byrjaður að finna sitt gamla form eftir að hafa verið í frystikistunni hjá Manchester United síðasta árið.

Manchester United keypti hann frá Dortmund fyrir 85 milljónir evra árið 2021 en hann náði aldrei að finna sig á Englandi.

Eftir að Erik ten Hag tók við varð ástandið enn verra. Hann var settur í skammarkrókinn, látinn æfa utan hóps og meira að segja sendur til Hollands til að koma sér í betra stand.

United samþykkti að lána hann aftur til Dortmund eftir áramót og þar hefur hann gengið í gegnum endurnýjun lífdaga.

Sancho var einn besti leikmaður liðsins í 1-0 sigri á Paris Saint-Germain í fyrri undanúrslitaleik liðanna á dögunum og ætlar þýska félagið að gera allt til að halda honum.

„Við munum gera allt til að halda Jadon Sanche hjá okkur, en ef Manchester United sér hversu vel hann er að spila í augnablikinu þá gæti það viljað selja hann með hagnaði eða taka hann aftur í hópinn. Sjáum til hvað gerist,“ sagði Kehl við WELT.
Athugasemdir
banner
banner
banner