Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson voru með þrjá rétta þegar þeir spáðu í Pepsi-deildina um síðustu helgi.
Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö og íslenska landsliðsins, spáir í leikina að þessu sinni.
Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö og íslenska landsliðsins, spáir í leikina að þessu sinni.
Víkingur Ó. 1 - 0 ÍBV (14:00 í dag)
Víkingur Ólafsvík vinnur og Gunni samloka fær sér vel eftir leik.
Víkingur R. 0 - 2 Breiðablik (19:15 í dag)
Bæði lið án þjálfara. Ég veit ekki af hverju en ég vona innilega að Breiðablik fari að vinna fótboltaleik. Endar 0-2. Martin Lund, mark og assist.
Stjarnan 3 - 0 KA (20:00 í dag)
KA fór illa með Fjölni í síðustu umferð. Stjarnan kemur þeim niður á jörðina. 3-0, Hólmbert skorar allavega eitt mark.
ÍA 2 - 0 Grindavík (19:15 á mánudag)
Garðar Gunnlaugs sér til þess að ÍA vinni þennan leik, án þess að svitna.
FH 0 - 1 Fjölnir (19:15 á mánudag)
Ef það er etthver leikur sem Gústi Gylfa vill vinna þá er það þessi. Kóngurinn í Fjölni heldur hreinu eins og vanalega, ver víti og verður maður leiksins. Biddi skorar winnerinn.
Valur 2 - 0 KR (20:00 á mánudag
Valur á teppinu fer auðveldlega í gegnum þennan leik. 2-0, Einar Karl með mark!
Mundu eftir Draumaliðsdeildinni
Markaðurinn í Draumaliðsdeild Eyjabita lokar klukkan 13:00 á sunnudag. Mundu að gera breytingar í tæka tíð. Einnig er hægt að skrá ný lið til keppni!
Sjá einnig:
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir