Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 14. maí 2017 13:25
Magnús Már Einarsson
Júrógarðurinn spáir í 3. umferðina í Pepsi-deildinni
Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson eru hressir og kátir í Úkraínu.
Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson eru hressir og kátir í Úkraínu.
Mynd: Júrógarðurinn
Valsmenn halda áfram í stuði samkvæmt spánni.
Valsmenn halda áfram í stuði samkvæmt spánni.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson hafa staðið Eurovision vaktina fyrir Visir.is í Úkraínu.

Þeir félagar spá í leikina í Pepsi-deildinni sem fara fram í dag sunnudag og á morgun mánudag. Að sjálfsögðu fylgir myndband með frá Úkraínu en einnig er hægt að lesa spá þeirra hér að neðan.

KR 3 - 0 ÍA (17:00 í dag)
Karakterssigur í síðasta leik kemur mönnum langt í klefanum. Willum kann að nýta klefann. Óskar Örn setur eitt úr aukaspyrnu og eitt úr víti.

ÍBV 0 - 0 Víkingur R. (17:00 í dag)
Steindautt. Næsti leikur!

Grindavík 2 - 1 Víkingur Ó. (18:00 í dag)
Við erum sammála þarna.

KA 2 - 0 Fjölnir (18:00 í dag)
Þetta er solid sigur hjá KA. Elfar Árni skorar eitt og stálmúsin, Steinþór Freyr, skorar eitt.

Breiðablik 0 - 2 Stjarnan (20:00 í dag)
Þú rekur ekki þjálfara eftir tvo leiki. Meira segja Úkraínumenn voru hissa á þessari spillingu og menn í Eurovision blaðamannahöllinni. Þetta er ömurleg hegðun hjá stórn Breiðabliks og við setjum Stjörnusigur.

Valur 2 - 1 FH (20:00 á morgun mánudag)
Þessi úrslit yrðu geggjuð fyrir mótið.

Mundu eftir Draumaliðsdeildinni
Markaðurinn í Draumaliðsdeild Eyjabita lokar klukkan 16:00 á sunnudag. Mundu að gera breytingar í tæka tíð. Einnig er hægt að skrá ný lið til keppni!

Sjá einnig:
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir

sunnudagur 14. maí
17:00 KR - ÍA
17:00 ÍBV - Víkingur R.
18:00 KA - Fjölnir
18:00 Grindavík - Víkingur Ó.
20:00 Breiðablik - Stjarnan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner