Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   fös 29. mars 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Andreas Larsen í Trelleborg (Staðfest)
Andreas í leik með Víkingi síðasta sumar.
Andreas í leik með Víkingi síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Danski markvörðurinn Andreas Larsen hefur gengið til liðs við Trelleborg í Svíþjóð frá Víkingi.

Andreas gekk til liðs við Víking fyrir síðasta tímabil og varði mark Víkinga í Pepsi-deildinni síðasta sumar.

Það var ljóst í lok janúar að Andreas myndi ekki leika með Víkingum í Pepsi Max deildinni í sumar en Víkingur samdi við Þórð Ingason sem kom frá Fjölni.

Andreas stefndi á að vera á Íslandi í sumar en nú er það orðið ljóst að hann spilar í sænsku B-deildinni en Trelleborg féll úr sænsku úrvaldeildinni á síðustu leiktíð.

Andreas lék 21 leik með Víkingum í deild og bikar síðasta sumar.

Víkingur R.

Komnir:
James Mack frá Vestra
Júlíus Magnússon frá Heerenveen
Þórður Ingason frá Fjölni
Atli Hrafn Andrason frá Fulham

Farnir:
Alex Freyr Hilmarsson í KR
Andreas Larsen í Trelleborgs í Svíþjóð
Aris Vaporakis
Arnþór Ingi Kristinsson í KR
Geoffrey Castillion í FH (Var á láni)
Jörgen Richardsen
Milos Ozegovic
Morice Mbaye
Valdimar Ingi Jónsson í Fjölni
Athugasemdir
banner