Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. apríl 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Draumaliðsdeildin - Agla María velur sitt lið
Draumalið Öglu Maríu.
Draumalið Öglu Maríu.
Mynd: Draumaliðsdeildin
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Draumaliðsdeild Eyjabita opnaði í síðustu viku og rúmlega 1000 lið eru nú þegar skráð til leiks.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Landsliðskonan og leikmaður Breiðabliks í Pepsi-Max deild kvenna fylgist vel með karla deildinni og hún hefur stillt upp sínu draumaliði.

Agla María segir að Blikarnir þrír hafi verið sjálfvaldir í sitt lið en hún hefur mikla trú á Breiðablik fyrir sumarið.

„Ef allt er eðlilegt skorar Thomas Mikkelsen yfir tíu mörk og ekki er ólíklegt að Brynjólfur Darri leggi upp nokkur á hann. Aron Bjarna verður síðan öflugur á kantinum í sumar."

„Varafyrirliði liðsins, Hilmar Árni verður fljótandi vængmaður en til hægri við hann inn á miðri miðjunni ætla ég að hafa senterinn, Stefán Teit. Hann gæti skilað nokkrum mörkum ef Skagamenn eiga gott sumar."

Danski framherjinn hjá KR, Tobias Thomsen ber fyrirliðabandið í liðinu.

„Ég hef trú á því að vetrarleikmaðurinn Tobias Thomsen nái að fylgja eftir öflugu undirbúningstímabili og læt hann fá bandið. Hann verður þó undir smásjánni eins og Viktor Jóns sem verður með honum frammi. Ef Viktor verður hins vegar í sama formi og í Inkasso í fyrra þá sendi ég samúðarkveðjur á miðverði Pepsi deildarinnar."

Agla María stillir síðan upp gríðarlega sterkri vörn með landsliðsmarkvörðinn í búrinu.

„Vörnin verður svakalega þétt en mér finnst ansi hæpið að mörg mörk muni leka þar í gegn. Bjarni Ólafur, Ari Leifs og Kennie Chopart binda hana saman með landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór þar fyrir aftan."

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner