Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. maí 2019 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Vil bara njóta þess að spila fótbolta
Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Aron Grétar í leik með KFG.
Aron Grétar í leik með KFG.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér líkar það vel að vera hérna. Mikið af uppöldum Stjörnustrákum sem ég hef spilað með í mörg ár, svo það er góður andi í liðinu
,,Mér líkar það vel að vera hérna. Mikið af uppöldum Stjörnustrákum sem ég hef spilað með í mörg ár, svo það er góður andi í liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFG er nýliði í 2. deildinni.
KFG er nýliði í 2. deildinni.
Mynd: KFG
Aron Grétar Jafetsson góðan leik í vörn KFG þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Þrótti Vogum í þriðju umferð 2. deildar. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fótbolta.net.

„Bara gæðamunur og vilji liðanna í þessum tiltekna leik," segir Aron í samtali við Fótbolta.net þegar hann er spurður hvað þar var sem skóp þennan sigur hjá hans mönnum.

En hvernig metur hann sína eigin frammistöðu úr leiknum?

„Hún hlýtur að hafa verið alla vega á pari miðað við að þið séuð að heyra í mér."

KFG komst upp úr 3. deildinni í fyrra eftir mikla dramatík og er liðið að spila í fyrsta sinn í 2. deild í sumar. Liðinu var spáð níunda sæti fyrir tímabil en hefur farið vel af stað og situr sem stendur í þriðja sæti með sex stig.

„VIð vorum ekki alveg komnir í gang í fyrsta leiknum en það virðist vera að kvikna aðeins í mönnum núna."

Spilaði í Pepsi og í yngri landsliðunum
Aron Grétar er 24 ára gamall. Á sínum yngri árum spilaði hann fyrir U17 og U19 landslið Íslands og var hann valinn í æfingahóp U21 landsliðsins. Hann spilaði einnig með Stjörnunni og Keflavík í Pepsi-deildinni.

Frá 2016 hefur hann leikið með KFG og líkar vel þar.

„Ég meiddist og var á sama tíma ekki alveg búinn að vera að höndla allt umstangið í kringum boltann á þessum tíma nægilega vel," segir Aron um það af hverju hann gekk í raðir KFG 2016.

„Ég notaði meiðslin til að kúpla mig aðeins út. Það er löng saga. Lalli brauðfótur, formaður/þjálfari hérna, heyrði í mér í þessum niðurdúr og bauð mér að kíkja á æfingar hjá KFG. Hér hef ég verið síðan."

„Mér líkar það vel að vera hérna. Mikið af uppöldum Stjörnustrákum sem ég hef spilað með í mörg ár, svo það er góður andi í liðinu."

„Ég sjálfur vil bara njóta þess að spila fótbolta og hjálpa KFG áfram á þessari braut upp á við," segir Aron.

Markmiðið hjá KFG í sumar er einfalt.

„Að vinna."

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)

Næsta umferð í 2. deild
Fjórða umferðin í 2. deild hefst í kvöld. Aron Grétar spila á sunnudag gegn Leikni F. á útivelli.

4. umferðin:

Í kvöld:
18:00 Selfoss-Víðir (JÁVERK-völlurinn)

Á morgun:
19:15 Tindastóll-Dalvík/Reynir (Sauðárkróksvöllur)

Laugardag:
14:00 Vestri-Þróttur V. (Olísvöllurinn)
14:00 Kári-Fjarðabyggð (Akraneshöllin)
14:30 Völsungur-ÍR (Húsavíkurvöllur)

Sunnudag:
14:00 Leiknir F.-KFG (Fjarðabyggðarhöllin)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner