Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mán 05. ágúst 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 8. sæti
Leicester hafnaði í níunda sæti á síðasta tímabili.
Leicester hafnaði í níunda sæti á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers stýrir Leicester.
Brendan Rodgers stýrir Leicester.
Mynd: Leicester
Vardy er frábær sóknarmaður.
Vardy er frábær sóknarmaður.
Mynd: Getty Images
Ndidi er öflugur á miðjunni.
Ndidi er öflugur á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Youri Tielemans.
Youri Tielemans.
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í ensku úrvalsdeildina. Við höldum áfram að kynna liðin eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Leicester er spáð 8. sæti.

Um liðið: Englandsmeistararnir frá 2016. Eftir það ótrúlega tímabil hefur Leicester endað í 12. sæti og núna tvisvar í níunda sæti. Það er búið að eyða miklu í leikmannakaup í sumar og Leicester stefnir á það að vera í Evrópubaráttu.

Staða á síðasta tímabili: 9. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórinn: Brendan Rodgers er mættur aftur í enska boltann eftir dvöl hjá Celtic þar sem hann vann hvern titilinn á fætur öðrum. Skemmtilegur karakter og góður stjóri sem var ekki svo langt frá því að vinna Englandsmeistaratitilinn með Liverpool á sínum tíma. Undir hans stjórn náði Leicester í 20 af 33 stigum mögulegum undir lok síðasta tímabils.

Styrkleikar: Það er mikill metnaður hjá Leicester og það sést í leikmannakaupunum í sumar. Hópurinn er sterkur og þéttur. Í liðinu er frábær markaskorari að nafni Jamie Vardy sem hefur verið markahæsti leikmaður Leicester fjögur tímabil í röð.

Veikleikar: Félagið seldi Harry Maguire til Manchester United og er því hola í vörn Leicester. Brendan Rodgers verður að hafa hraðar hendur á markaðnum. Annars eru ekki margir veikleikar í liði Leicester. Ef það er eitthvað sem skal nefna þá er það að Vardy mætti fá meiri aðstoð. James Maddison skoraði sjö mörk, en næstur kom Demarai Gray með fjögur.

Talan: 80. Jamie Vardy er langmarkahæsti leikmaður í sögu Leicester í ensku úrvalsdeildinni með 80 mörk. Hann mun eitthvað bæta við þennan fjölda í vetur.

Lykilmaður: Jamie Vardy
Leikmaður sem kann það að skora mörk í ensku úrvalsdeildinni. Hann var lykilmaður þegar Leicester varð Englandsmeistari og er það enn. Margir þekkja sögu hans. Úr því að vera utandeildarleikmaður í það að vera einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Rodgers virtist ná því besta út úr Vardy eftir að hann tók við liðinu og það er vonandi fyrir stuðningsmenn Leicester að það haldi áfram.

Fylgstu með: Youri Tielemans
Frábær miðjumaður sem var sterkur á láni hjá Leicester á seinni hluta síðasta tímabils. Leicester hefur mikla trú á honum og gerði hann að sínum dýrasta leikmanni í sögunni í sumar.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Það má gefa það að Leicester hefur ekkert slegið slöku við eftir sinn ótrúlega Englandsmeistaratitil. Það er vanalega eitthvað áhugavert að gerast á leikmannamarkaðnum og nú er liðið búið að kaupa tvo leikmenn fyrir samtals 70 milljónir punda í þeim Ayoze Pérez og Youri Tielemans. Brendan Rodgers hefur í raun gert flotta hluti á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni og er væntanlega ólmur í að sanna sig yfir heilt tímabil aftur. Hann fær góðan stuðning frá yfirvaldinu sem vill áfram gera einhverja hluti í þessari deild og er það vel.“

Undirbúningstímabilið:
Schunthorpe 0 - 1 Leicester
Cheltenham 0 - 1 Leicester
Cambridge 0 - 3 Leicester
Stoke 1 - 2 Leicester
Rotherham 2 - 2 Leicester
Leicester 2 - 1 Atalanta

Komnir:
Ayoze Perez frá Newcastle - 30 milljónir punda
James Justin frá Luton Town - Kaupverð ekki gefið upp
Youri Tielemans frá Mónakó - 40 milljónir punda

Farnir:
Danny Simpson - Samningslaus
Shinji Okazaki til Malaga - Á frjálsri sölu
Harry Maguire til Man. Utd. - 80 milljónir punda

Þrír fyrstu leikir: Wolves (H), Chelsea (Ú), Sheffield United (Ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Leicester, 105 stig
9. Wolves, 101 stig
10. West Ham, 88 stig
11. Watford, 75 stig
12. Bournemouth, 66 stig
13. Aston Villa, 65 stig
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner