Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 20. ágúst 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 17. umferð: Spánverjar með ótrúlega leikmenn
Brandur Olsen (FH)
Brandur fagnar sigrinum á Fylki.
Brandur fagnar sigrinum á Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brandur Olsen, miðjumaður FH, er leikmaður 17. umferðar í Pepsi Max-deildinni en hann skoraði bæði mörk Fimeikafélagsins í 2-1 sigri á Fylki í fyrrakvöld.

Brandur skoraði bæði mörkin með skotum fyrir utan vítateig en síðara markið kom í blálokin og tryggði FH-ingum stigin þrjú.

„Það er alltaf gaman að skora en þetta var ennþá sætara af því að þetta var svo seintí leiknum," sagði Brandur við Fótbolta.net.

Eftir kaflaskipt tímabil sitja FH-ingar í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar eftir þrjá sigurleiki í röð.

„Það hafa verið hæðir og lægðir á tímabilinu hjá okkur en við erum í 3. sæti í deildinni og í bikarúrslitum. Við höfum að öllu að keppa og næstu leikir verða spennandi."

Brandur er í færeyska landsliðinu sem á fyrir höndum áhugaverða leiki gegn Svíþjóð og Spáni í september. Brandur er spenntur fyrir þeim leikjum.

„Já, ég er mjög spenntur. Það er alltaf sérstakt að hitta landsliðið," sagði Brandur.

„Við eigum góða möguleika heima gegn Svíum og á útivelli gegn Spáni munum við gera okkar besta og sjá hvað gerist. Þeir hafa ótrúlega leikmenn og þú getur borið þig saman við þá og séð hversu góður þú þarft að vera til að komast á toppinn," sagði Brandur að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 16. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 15. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Bestur í 14. umferð: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur)
Bestur í 13. umferð: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Bestur í 12. umferð: Atli Arnarson (HK)
Bestur í 11. umferð: Kristinn Jónsson (KR)
Bestur í 10. umferð: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Bestur í 9. umferð: Tobias Thomsen (KR)
Bestur í 8. umferð: Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Bestur í 7. umferð: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner