Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 28. ágúst 2019 14:33
Magnús Már Einarsson
Carragher kallar umboðsmann Duncan trúð
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Eins og kom fram fyrr í dag þá hefur Saif Rubie, umboðsmaður Bobby Duncan, sent Liverpool tóninn í harðri yfirlýsingu. Hinn 18 ára gamli Bobby vill fara frá Liverpool en bæði Fiorentina og Nordsjælland hafa reynt að fá hann á láni.

Liverpool vill ekki leyfa Bobby að fara og Saif segir að það hafi haft áhrif á andlega heilsu leikmannsins og að hann hafi ekki viljað fara út úr húsi undanfarna fjóra daga.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, svaraði Saif fullum hálsi á Twitter í dag og birti meðal annars trúða-emoji þegar hann ávarpaði hann.

„Ég þekki Bobby og fjölskyldu hans vel. Hann er ungur og á þeim aldri að hann vill að allt gerist núna. Hann spilaði með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu sem er frábær byrjun og hann ætti að reyna að vaxa á þessu tímabili og komast kannski á bekkinn í Caraboa bikarnum. Það eru ráðin sem þú ættir að gefa honum," sagði Carragher við Saif á Twitter og birti mynd af trúð.

Saif greip þá í atvik sem átti sér stað í fyrra þegar Carragher hrækti á stúlku sem var stuðningsmaður Manchester United.

„Viltu líka koma með ráð um það hvernig á að hrækja á fólk út úr bíl? Þú ert sá síðasti sem ættir að segja eitthvað eða veist hvað er í gangi bakvið tjöldin. Einbeittu þér að þínu starfi og ég einbeiti mér að mínu," sagði Saif.

Carragher svaraði þá um hæl: „Ég gerði stór mistök og baðst afsökunar. Ég skaðaði mig meira en nokkurn annan. Þú hefur gert stór mistök og ert að skaða sjálfan þig og það sem meira er þá ertu að skaða ferilinn hjá ungum leikmanni. Það var líka vandræðalegt hjá þér að draga nafn Steven Gerrard inn í þetta," sagði Carragher en hinn ungi Bobby er frændi Gerrard.




Athugasemdir
banner
banner