Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 18. september 2019 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin um gullskóinn: Verð að reyna að ná honum
Gary í leik með ÍBV.
Gary í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður eins og ég hafi verið að spila fimm leiki," sagði Gary Martin, framherji ÍBV, í viðtali eftir 6-4 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„Undirbúningurinn var erfiður. Ég veit að þetta er afsökun, en bátsferðin var þrír tímar og ekki góð. Við borðuðum stuttu fyrir leikinn. Þetta hefði getað verið öðruvísi, þeir hefðu getað skorað meira. En við sýndum karakter og komum til baka," sagði Gary og hrósaði Róberti Aroni Eysteinssyni, sem kom inn á í stöðunni 6-1.

„Hann var ótrúlegur, ungi strákurinn. Hann kom inn á í stöðunni 6-1 og breytti leiknum. Hann á skilið klapp á bakið."

„Ég mun alltaf skora mörk, í hvaða liði sem er. Það sást eftir annað markið að ég var hungraður í meira. Ég er ánægður, þrenna er þrenna. Við erum fallnir og úrslitin skipta í raun og veru ekki máli, við viljum samt augljóslega ekki tapa risastórt. Fyrir mig persónulega er gott að ná þrennunni."

Gary er núna orðinn næst markahæstur í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Hann er með 11 mörk, en markahæstur er Thomas Mikkelsen, Breiðabliki, með 12 mörk. Gary ætlar sér gullskóinn.

„Ég verð að reyna að ná honum. Ég vildi fá bronsskóinn að minnsta kosti því þá hef ég fengið þá alla, gull, silfur og brons. Ef ég vinn gullskóinn þá er það ekki sanngjarnt gagnvart hinum strákunum sem hafa verið hér allt tímabilið. Ég skora alltaf mörk í september og ef ég verð á meðal þriggja markahæstu þá verð ég mjög ánægður."

„Ég hef lagt mikið á mig andlega að komast á þann stað sem ég er núna. Ég reyni að ná gullskónum," sagði Gary Martin.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner