Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. september 2019 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Greenwood hetjan á Old Trafford - CSKA tekið í kennslustund
Mason Greenwood og leikmenn Manchester United fagna markinu
Mason Greenwood og leikmenn Manchester United fagna markinu
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard á hliðarlínunni hjá Rangers
Steven Gerrard á hliðarlínunni hjá Rangers
Mynd: Getty Images
Edin Dzeko skoraði og lagði upp
Edin Dzeko skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Leikmenn Wolfsberger fagna sigri í kvöld
Leikmenn Wolfsberger fagna sigri í kvöld
Mynd: Getty Images
Úr leik Wolves og Braga
Úr leik Wolves og Braga
Mynd: Getty Images
Síðustu tólf leikirnir í 1. umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláruðust nú rétt í þessu en Manchester United vann 1-0 sigur á Astana frá Kasakstan á meðan CSKA Moskva var tekið í bakaríið í Búlgaríu.

Lærisveinar Gerrard byrja á sigri

Portúgalska liðið Porto lagði Young Boys frá Sviss 2-1. Það var hinn 28 ára gamli Tiquinho sem gerði bæði mörk Porto á meðan Jean-Pierre Nsame minnkaði muninn fyrir Young Boys með marki úr vítaspyrnu.

Sheyi Ojo var hetja Rangers sem vann Feyenoord 1-0. Góður sigur hjá Steven Gerrard og lærisveinum hans í G-riðlinum.

Porto 2 - 1 Young Boys
1-0 Soares ('8 )
1-1 Jean-Pierre Nsame ('15 , víti)
2-1 Soares ('29 )

Rangers 1 - 0 Feyenoord
0-0 James Tavernier ('11 , Misnotað víti)
1-0 Sheyi Ojo ('23 )

CSKA Moskva tekið í kennslustund í Búlgaríu

Í H-riðlinum fékk rússneska liðið CSKA Moskva skell gegn Ludogorets frá Búgaríu. CSKA var 1-0 yfir í hálfleik með marki frá rússneska varnarmanninum Igor Diveev. Igor Akinfeev, markvörður CSKA, átti þá góðan fyrri hálfleik en allt fór niður á við í þeim síðari.

Akinfeev gaf mark í upphafi og bætti Ludogorets við tveimur mörkum á nokkrum mínútum frá þeim Jody Lukoki og Claudiu Keseru en mark Keseru var afar fallegt. Viðstöðulaust fyrir utan teig og hann var langt frá því að vera hættur. Hann bætti við fjórða markinu áður en hann gerði fimmta markið úr vítaspyrnu.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA en Arnór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.

Spænska liðið Espanyol og Ferencvaros gerðu þá 1-1 jafntefli.

Ludogorets 5 - 1 CSKA
0-1 Igor Diveev ('11 )
1-1 Wanderson ('47 )
2-1 Jody Lukoki ('50 )
3-1 Claudiu Keseru ('52 )
4-1 Claudiu Keseru ('68 )
5-1 Claudiu Keseru ('73 , víti)

Espanyol 1 - 1 Ferencvaros
1-0 Javi Lopez ('10 , sjálfsmark)
2-0 Matias Vargas ('60 )

Gent og Wolfsburg unnu

Gent frá Belgíu vann Saint-Etienne 3-2 þar sem Jonathan David gerði tvö mörk fyrir heimamenn. Wolfsburg vann Oleksandriya á meðan 3-1. Króatíski vængmaðurinn Josip Brekalo skoraði og lagði upp fyrir þýska liðið.

Wolfsburg 3 - 1 Oleksandria
1-0 Maximilian Arnold ('20 )
2-0 Admir Mehmedi ('24 )
2-1 Evgeniy Banada ('66 )
3-1 Josip Brekalo ('67 )

Gent 3 - 2 Saint-Etienne
1-0 Jonathan David ('2 )
1-1 Wahbi Khazri ('38 )
2-1 Jonathan David ('43 )
2-2 Loic Perrin ('64 , sjálfsmark)
3-2 Thomas Kaminski ('75 , sjálfsmark)

Óvænt tap Gladbach - Dzeko og Zaniolo allt í öllu

Borussia Monchengladbach tapaði 4-0 fyrir Wolfsberger frá Austurríki. Afar óvænt úrslit.

Roma vann þá Istanbul Basaksehir 4-0. Nicolo Zaniolo skoraði eftir sendingu frá Edin Dzeko. Zaniolo þakkaði fyrir sig stuttu síðar og lagði upp mark fyrir Dzeko. Justin Kluivert gerði fjórða mark Roma og góður sigur liðsins í höfn.

Roma 4 - 0 Istanbul Basaksehir
1-0 Junior Caicara ('42 , sjálfsmark)
2-0 Edin Dzeko ('58 )
3-0 Nicolo Zaniolo ('71 )
4-0 Justin Kluivert ('90 )

Borussia M. 0 - 4 Wolfsberger AC
0-1 Shon Weissman ('13 )
0-2 Mario Leitgeb ('31 )
0-3 Marcel Ritzmaier ('41 )
0-4 Mario Leitgeb ('68 )

Úlfarnir töpuðu á Molineaux

Í K-riðli vann Slovan Bratislava lið Besiktas 4-2. Andraz Sporar gerði tvö mörk fyrir Slovan Bratislava. Undir lok leiksins er staðan var jöfn 2-2, tókst heimamönnum í Bratislava að þrýsta inn tveimur mörkum og lokatölur 4-2. Á sama tíma tapaði Wolves 1-0 fyrir Braga. Ricardo Hoerta skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu.

Wolves 0 - 1 Braga
0-1 Ricardo Horta ('71 )

Slovan 4 - 2 Besiktas
1-0 Andraz Sporar ('14 )
1-1 Adem Ljajic ('29 , víti)
2-1 Vasil Bozhikov ('45 , sjálfsmark)
3-1 Andraz Sporar ('58 )
4-1 Marin Ljubicic ('90 )

Greenwood hetja Man Utd gegn Astana

Manchester United slapp með skrekkinn gegn Astana en það var hinn 17 ára gamli Mason Greenwood sem skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu. Greenwood lék á varnarmann áður en hann klobbaði markvörð Astana.

Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn í liði Astana. Þá gerðu Partizan og AZ Alkmaar 2-2 jafntefli. Calvin Stengs og Myron Boadu sáu um markaskorun AZ en það var Barbars Natcho sem gerði bæði mörk Partizan. Albert Guðmundsson var ónotaður varamaður hjá AZ.

Manchester Utd 1 - 0 Astana
1-0 Mason Greenwood ('73 )

Partizan 2 - 2 AZ
0-1 Calvin Stengs ('12 )
1-1 Bibras Natcho ('42 , víti)
2-1 Bibras Natcho ('61 )
2-2 Myron Boadu ('66 )
Rautt spjald:Jonas Svensson, AZ ('27)
Athugasemdir
banner
banner