Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 28. júní 2010 17:00
Hörður Snævar Jónsson
Leikmaður 9. umferðar: Messi, Maradona og ég
Guðjón fagnar marki sínu í leiknum.
Guðjón fagnar marki sínu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Guðjón Árni Antoníusson leikmaður Keflavíkur átti frábæran leik er liðið vann 0-2 sigur á Val í gær.

Guðjón skoraði eitt mark í leiknum sem var einkar fallegt en hann lék þá upp nánast allan völlinn og skoraði. Hann er leikmaður 9. umferðar Pepsi deildar karla á Fótbolta.net.

Guðjón Árni Antoníusson
Aldur: 26 ára
Leikir með Keflavík og mörk: 167 leikir og 14 mörk
Lið á HM: Argentína
Lið á Englandi: Arsenal
Uppháhald knattspyrnumaður: Lionel Messi
,,Ég var mjög ánægður með þennan leik, bæði spilanlega séð mestan hluta leiksins og úrslitin. Ég er mjög sáttur," sagði Guðjón í samtali við Fótbolta.net.

,,Ég er ekki búinn að vera mikið í færunum í sumar en er vanur að dúkka upp á hverju tímabili og skora eitt til tvö mörk. Ég vona að það sé ekkert stopp í þessa núna, það var gaman að skora í sigri.

Það var löng leið sem maður fór með boltann og það var því enn sætari að sjá boltann inni."


Markið hjá Guðjóni var einkar vel gert og segir hann markið í anda þeirra bestu.


,,Messi, Maradona og ég," sagði Guðjón í léttum tón. ,,Nei, nei það er gaman af þessu."

Keflvíkingar eru á toppnum núna en liðið hefur aðeins skorað tíu mörk í níu leikjum og fengið gagnrýni fyrir, hvað finnst Guðjóni um hana?

,,Hún á alveg rétt á sér, mín tilfinning er samt sú að þetta muni koma hjá okkur. Við höfum verið að reyna að vera agaðri í okkar aðgerðum og það hefur kannski aðeins bitnað á sóknarleiknum. Ég held að þetta muni koma, það á eftir að rætast úr þessu."

,,Flestir okkar leikmenn sem eru meiddir eru sóknarmenn, það gefur öðrum mönnum tækifæri og þeir stóðu sig eins og hetjur. Það voru allir búnir eftir leikinn í gær, mjög þreyttir og þannig á það að vera."


Næsti leikur Keflavíkur veðrur á Sparisjóðsvellinum í Keflavík en þetta er fyrsti leikur liðsins þar í sumar.

,,Við fá að prófa völlinn fyrir leikinn og hann lýtur vel út. Hann vonandi stendur undir því og það verður gaman að taka á móti FH-ingum á okkar heimavelli," sagði Guðjón að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 8. umferðar Lars Ivar Moldskred (KR)
Leikmaður 7.umferðar - Gilles Mbang Ondo (Grindavík)
Leikmaður 6.umferðar - Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur)
Leikmaður 5.umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 4.umferðar - Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
Leikmaður 3.umferðar - Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV)
Leikmaður 2.umferðar - Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Leikmaður 1.umferðar - Steinþór Freyr Þorsteinsson (Stjarnan)
banner
banner
banner
banner