Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 14:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Stefán Teitur átti stóran þátt í sögulegum sigri Preston - Crystal Palace lagði Millwall
Mynd: Preston
Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston þegar liðið vann sögulegan sigur á Burnley í 16-liða úrslitum enska bikarsins í dag.

Robbie Brady kom Preston yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og Milutin Osmajic bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks.

Það var síðan Will Keane sem innsiglaði sigurinn. Stefán Teitur átti laglega sendingu á Andrew Hughes sem sendi boltann fyrir á Keane sem kláraði af stuttu færi.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1966 sem liðið kemst í átta liða úrslit bikarsins og fyrsti sigur liðsins gegn Burnley í 16 ár.

Crystal Palace er einnig komið áfram eftir sigur á Millwall en það var ekki sannfærandi.

Liam Roberts, markvörður Millwall fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks fyrir fólskulegt brot á Jean-Philippe Mateta sem þurfti að fara af velli í kjölfarið. Lukas Jensen, fyrrum markvörður Kórdrengja kom í markið í hans stað.

Jafet Tanganga, fyrrum varnarmaður Tottenham, átti mjög slakan leik í vörninni hjá Preston í fyrri hálfleik en hann skoraði sjálfsmark og fékk boltann í sig og hann barst til Daniel Munoz sem bætti öðru marki Palace við.

Wes Harding minnkaði muninn fyrir Millwall undir lok fyrri hálfleiks og liðið kom sterkt inn í seinni hálfleikinn en Eddie Nketiah innsiglaði sigur Palace með fyrstu tilraun liðsins að marki í seinni hálfleik undir lokin.

Crystal Palace 3 - 1 Millwall
1-0 Japhet Tanganga ('33 , sjálfsmark)
2-0 Daniel Munoz ('40 )
2-1 Wes Harding ('45 )
3-1 Edward Nketiah ('82 )
Rautt spjald: Liam Roberts, Millwall ('8)

Preston NE 3 - 0 Burnley
1-0 Robbie Brady ('31 )
2-0 Milutin Osmajic ('44 )
3-0 Will Keane ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner