Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. apríl 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Hefði getað verið mikilvægur fyrir Arsenal“
Mynd: Getty Images
Fílabeinsstrendingurinn, Nicolas Pepe, segist ánægður hjá Nice en er þó súr yfir því að hafa ekki fengið meiri tíma til að sýna hæfileika sína á Emirates-leikvanginum.

Pepe er á láni hjá Nice frá Arsenal og hefur skorað sex mörk í sautján deildarleikjum.

Hann vill ólmur vera áfram hjá félaginu á næsta tímabili og vonast til að þau mál verði leyst í sumar.

„Ég er rosalega ánægður hjá Nice og það eru enn tveir mikilvægir mánuðir eftir af tímabilinu. Ég vil einbeita mér að þeim en ég veit ekki hvað gerist eftir það. Það verða viðræður og ég hef ekki hugmynd um hvað Arsenal vill gera. Ég á enn marga vini þar og hefði getað verið mikilvægur fyrir félagið, en þetta eru ákvarðanir þjálfarans,“ sagði Pepe.

Ekkert kaupákvæði er í samningnum en það þykir ósennilegt að Mikel Arteta hafi áhuga á að nota hann á næsta tímabili. Pepe hefur komið að 48 mörkum í 112 leikjum sínum með Arsenal frá því hann kom til félagsins frá Lille árið 2019.
Athugasemdir
banner
banner