Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   þri 17. júní 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stjarnan svarar Túfa með myndbroti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan lagði Val að velli í síðustu umferð Bestu deildar karla og var þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, ósáttur með meintan leikaraskap Garðbæinga í viðureigninni og hafði orð á því í viðtali við SÝN eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 Valur

Stjarnan sigraði 3-2 og sagðist Túfa vonast eftir að sjá minni leikaraskap hjá Garðbæingum í framtíðinni.

Garðbæingar hafa svarað þessum ummælum Túfa með myndbroti frá leiknum þar sem Örvar Eggertsson og Emil Atlason leikmenn Stjörnunnar fá að finna fyrir því.

Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan, en Stjarnan er einu stigi á eftir Val í efri hluta Bestu deildarinnar eftir sigurinn.



Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 14 6 3 5 25 - 25 0 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
8.    KR 14 4 4 6 35 - 36 -1 16
9.    FH 14 4 3 7 20 - 20 0 15
10.    ÍBV 14 4 3 7 13 - 21 -8 15
11.    KA 14 4 3 7 14 - 26 -12 15
12.    ÍA 14 4 0 10 15 - 32 -17 12
Athugasemdir