Elleftu umferð Bestu deildarinnar lauk í gær með 3-2 sigri Víkings gegn KR. Þrátt fyrir tap KR þá var Jóhannes Kristinn Bjarnason valinn maður leiksins en hann skoraði og átti frábæra stoðsendingu.
Víkingur á sinn fulltrúa í Sterkasta liði umferðarinnar en það er varnarmaðurinn Oliver Ekroth. Víkingar eru með eins stigs forystu á Breiðablik á toppi deildarinnar.
Víkingur á sinn fulltrúa í Sterkasta liði umferðarinnar en það er varnarmaðurinn Oliver Ekroth. Víkingar eru með eins stigs forystu á Breiðablik á toppi deildarinnar.

Halldór Árnason fór með Blika til Eyja og vann öflugan 2-0 útisigur. Ágúst Orri Þorsteinsson var valinn maður leiksins og þá átti Valgeir Valgeirsson gríðarlega flottan leik fyrir þá grænu.
Gunnar Jónas Hauksson var maður leiksins þegar Vestri vann 1-0 sigur gegn KA og Fram á tvo fulltrúa eftir 2-0 sigur gegn FH. Það eru Sigurjón Rúnarsson sem var flottur varnarlega og skoraði og Viktor Freyr Sigurðsson sem á hrós skilið fyrir frammistöðu sína síðan hann kom í markið.
Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði og lagði upp í 3-2 sigri Stjörnunnar gegn Val. Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals. Benjamin Stokke skoraði og var maður leiksins þegar Afturelding vann ÍA 4-1. Elmar Kári Cogic skoraði tvívegis, hans fyrstu mörk í Bestu deildinni.
Fyrri lið umferðarinnar:
03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 16 | 10 | 3 | 3 | 42 - 21 | +21 | 33 |
2. Víkingur R. | 16 | 9 | 4 | 3 | 29 - 18 | +11 | 31 |
3. Breiðablik | 16 | 9 | 4 | 3 | 28 - 21 | +7 | 31 |
4. Fram | 16 | 7 | 3 | 6 | 25 - 21 | +4 | 24 |
5. Stjarnan | 16 | 7 | 3 | 6 | 29 - 27 | +2 | 24 |
6. Vestri | 16 | 7 | 1 | 8 | 15 - 14 | +1 | 22 |
7. Afturelding | 16 | 5 | 4 | 7 | 19 - 24 | -5 | 19 |
8. FH | 16 | 5 | 3 | 8 | 26 - 23 | +3 | 18 |
9. ÍBV | 16 | 5 | 3 | 8 | 14 - 23 | -9 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 16 | 4 | 5 | 7 | 36 - 38 | -2 | 17 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir