Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   þri 17. júní 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Robertson ekki búinn að taka ákvörðun
Mynd: EPA
Skoski vinstri bakvörðurinn Andy Robertson hefur ekki tekið ákvörðun varðandi framtíð sína, en hún mun ekki ráðast fyrr en hann snýr aftur úr fríi.

Atlético Madríd hefur átt í viðræðum við föruneyti Robertson síðustu daga en ekkert samkomulag er í höfn.

Fabrizio Romano segir að hinn 31 árs gamli Robertson hafi ekkert ákveðið varðandi framtíðina og að hann vilji gera hlutina á virðingarverðan máta.

Atlético mun ekki ræða við Liverpool um kaupverð fyrr en Robertson tekur ákvörðun.

Robertson kom til Liverpool frá Hull árið 2017 fyrir litlar 8 milljónir punda og var um tíma einn besti vinstri bakvörður heims.

Liverpool er að festa kaup á Milos Kerkez frá Bournemouth og verður því spiltími Robertson takmarkaður á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner