Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   mán 01. ágúst 2022 21:14
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Þægileg endurkoma Blika gegn Skagamönnum
Dagur Dan var frábær í liði Blika.
Dagur Dan var frábær í liði Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 3 - 1 ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson ('54)
1-1 Kristinn Steindórsson ('62)
2-1 Damir Muminovic ('65)
3-1 Ísak Snær Þorvaldsson ('71)


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

Staðan var markalaus eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik er topplið Breiðabliks, sem var með fullt hús stiga á heimavelli í Bestu deildinni, tók á móti fallbaráttuliði ÍA.

Blikar voru betri í fyrri hálfleik en fengu lítið af færum. Ísak Snær Þorvaldsson setti boltann í slánna undir lok fyrri hálfleiks en svo tóku Skagamenn óvænt forystuna í upphafi síðari hálfleiks.

Gísli Laxdal Unnarsson skoraði aðeins nokkrum mínútum eftir að Blikar höfðu komið boltanum í netið en ekki dæmt mark vegna rangstöðu. Eyþór Aron Wöhler gaf fyrirgjöf sem Gísli kláraði vel.

Blikarnir skiptu um gír eftir opnunarmarkið og gjörsamlega sneru leiknum við á næsta stundarfjórðungi. Kristinn Steindórsson jafnaði þremur mínútum áður en Damir Muminovic skallaði hornspyrnu í netið og Blikar komnir yfir. 

Ísak Snær setti svo þriðja og síðasta mark Blikanna eftir flottan undirbúning frá Degi Dan Þórhallssyni í kjölfar þess að dómarinn beitti hagnaðarreglu. Staðan orðin 3-1 á 71. mínútu.

Leikurinn róaðist niður eftir þennan viðsnúning og stóðu Blikar uppi sem sigurvegarar eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik.

Breiðablik er á toppi Bestu deildarinnar með 38 stig eftir 15 umferðir, níu stigum fyrir ofan Íslandsmeistara Víkings R. sem eiga leik til góða. 

ÍA er á botninum með átta stig, þremur stigum eftir FH sem er í öruggu sæti.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson

Byrjunarlið ÍA:
0. Gísli Laxdal Unnarsson
1. Árni Marinó Einarsson
2. Tobias Stagaard
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
7. Christian Köhler
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
19. Eyþór Aron Wöhler
22. Árni Salvar Heimisson
Athugasemdir
banner
banner