AC Milan hefur fengið serbneska varnarmanninn Strahinja Pavlovic frá RB Salzburg. Hann skrifaði undir samning til 2028, með möguleika á einu ári til viðbótar.
Þessi 23 ára miðvörður vakti athygli njósnara AC Milan með öflugu tímabili í austurrísku deildinni.
Þessi 23 ára miðvörður vakti athygli njósnara AC Milan með öflugu tímabili í austurrísku deildinni.
Ítalska félagið borgar 18 milljónir punda fyrir Pavlovic en upphæðin gæti hækkað eftir ákvæðum.
Hann fær treyju númer 31 og er ætlað að vera við hlið Fikayo Tomori í vörn Paulo Fonseca.
AC Milan hafnaði í 2. sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili en grannar þeirra í Inter unnu titilinn.
Athugasemdir