Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 01. ágúst 2024 12:15
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 16. umferð - Hélt sínu liði algjörlega á floti
Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður Fram er leikmaður umferðarinnar fyrir frammistöðu sína í 4-1 sigri gegn Val síðasta sunnudag. Þó sá leikur tilheyri í raun umferðinni á undan þá er leikjauppröðunin smá brengluð núna í kringum Evrópuleikina og við aðlögum okkur að því.

„Hélt sínum mönnum algjörlega á floti í seinni hálfleik með vörslu eftir vörslu eftir vörslu..." skrifaði Matthías Freyr Matthíasson fréttamaður Fótbolta.net um frammistöðu Ólafs í leiknum gegn Val.

„Við vorum stálheppnir í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær og menn hentu sér fyrir allt og Óli varði allt það sem kom á markið og gerði ofboðslega vel," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn.

„Þetta er eitthvað sem við trúðum á að við gætum gert og búnir að hafa nægan tíma til að setja upp leikinn. Það eru hvað, sautján dagar frá síðasta leik þannig að við erum búnir að ná að taka nokkra fundi og kortleggja þá. Bara gríðarlega ánægður með sigurinn og loksins farnir að spila aftur," sagði Ólafur Íshólm sjálfur eftir leik.


Sterkustu leikmenn:
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Ólafur Íshólm: Mættir aftur í undirbúningstímabil
Innkastið - VÖK opnar reikninginn og Valur hræðist toppinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner