Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   sun 23. júní 2024 23:50
Fótbolti.net
Sterkastur í 11. umferð - Kom af bekknum og setti á sig skikkju
Daníel Hafsteinsson (KA)
Daníel Hafsteinsson
Daníel Hafsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Fram í 11. umferð Bestu deildarinnar. Daníel Hafsteinsson kom af bekknum og setti á sig skikkju, hann var hetjan KA og tryggði sínu uppeldisfélagi ofboðslega mikilvæg stig.

Fram var 2-1 yfir þegar Daníel kom inn á 59. mínútu. Hann skoraði tvívegis og gerði það að verkum að KA vann 3-2 endurkomusigur.

Með sigrinum náði KA að koma sér úr neðsta sæti deildarinnar.

„Þetta var draumi líkast, það er gaman að setja svona sigurmark og við erum helvíti ánægðir með þetta, loksins dettur eitthvað með okkur," sagði Daníel í viðtali sem sjá má í heild hér að neðan.

Sterkustu leikmenn:
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner