Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 22. júlí 2024 23:40
Innkastið
Sterkastur í 15. umferð - Þá lifnaði heldur betur yfir Blikunum
Benjamin Stokke (Breiðablik)
Benjamin Stokke skoraði tvö gegn KR.
Benjamin Stokke skoraði tvö gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Norski sóknarmaðurinn Benjamin Stokke er kominn með fjögur mörk í Bestu deildinni eftir að hann gerði tvö í 4-2 sigri Breiðabliks gegn KR. Hann er Sterkasti leikmaður 15. umferðar, í boði Steypustöðvarinnar.

„Benjamin kom inn á sem varamaður þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður og þá lifnaði heldur betur yfir Blikunum. Benjamin var mjög flottur í sóknarleik Blika og skoraði hann tvö góð mörk," skrifaði Anton Freyr Jónsson fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu eftir leikinn.

Flott frammistaða hjá Breiðabliki og gott fyrir Stokke að ná inn tveimur mörkum en hann hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu.

„Þetta er besta til­finn­ing­in, að skora og ná í þrjú stig. Það verður ekki betra. Tvær frá­bær­ar fyr­ir­gjaf­ir og ég var á rétt­um stað á rétt­um tíma. Það var frá­bært að sjá bolt­ann fara loks­ins í netið. Nú hef ég ekki spilað í nokkr­um leikj­um í röð þannig það var gott að fá að spila, skora tvö mörk. Slíkt ger­ir mikið fyr­ir sjálfs­traustið," sagði Stokke í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

„Þessa stund­ina er mjög skemmti­legt að spila á Íslandi. Núna er sum­ar og fínt hita­stig úti. Þetta er nýr staður fyr­ir mér og nýtt lið þannig það tók sinn tíma að koma sér inn í hlut­ina. Nú geng­ur mér hins veg­ar vel á æf­ing­um og kann vel við alla. Ég er að njóta hér og von­andi höld­um við áfram að spila vel."



Sterkustu leikmenn:
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner