Benjamin Stokke (Breiðablik)
Norski sóknarmaðurinn Benjamin Stokke er kominn með fjögur mörk í Bestu deildinni eftir að hann gerði tvö í 4-2 sigri Breiðabliks gegn KR. Hann er Sterkasti leikmaður 15. umferðar, í boði Steypustöðvarinnar.
„Benjamin kom inn á sem varamaður þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður og þá lifnaði heldur betur yfir Blikunum. Benjamin var mjög flottur í sóknarleik Blika og skoraði hann tvö góð mörk," skrifaði Anton Freyr Jónsson fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu eftir leikinn.
Flott frammistaða hjá Breiðabliki og gott fyrir Stokke að ná inn tveimur mörkum en hann hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu.
„Þetta er besta tilfinningin, að skora og ná í þrjú stig. Það verður ekki betra. Tvær frábærar fyrirgjafir og ég var á réttum stað á réttum tíma. Það var frábært að sjá boltann fara loksins í netið. Nú hef ég ekki spilað í nokkrum leikjum í röð þannig það var gott að fá að spila, skora tvö mörk. Slíkt gerir mikið fyrir sjálfstraustið," sagði Stokke í viðtali við mbl.is eftir leikinn.
„Þessa stundina er mjög skemmtilegt að spila á Íslandi. Núna er sumar og fínt hitastig úti. Þetta er nýr staður fyrir mér og nýtt lið þannig það tók sinn tíma að koma sér inn í hlutina. Nú gengur mér hins vegar vel á æfingum og kann vel við alla. Ég er að njóta hér og vonandi höldum við áfram að spila vel."
„Benjamin kom inn á sem varamaður þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður og þá lifnaði heldur betur yfir Blikunum. Benjamin var mjög flottur í sóknarleik Blika og skoraði hann tvö góð mörk," skrifaði Anton Freyr Jónsson fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu eftir leikinn.
Flott frammistaða hjá Breiðabliki og gott fyrir Stokke að ná inn tveimur mörkum en hann hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu.
„Þetta er besta tilfinningin, að skora og ná í þrjú stig. Það verður ekki betra. Tvær frábærar fyrirgjafir og ég var á réttum stað á réttum tíma. Það var frábært að sjá boltann fara loksins í netið. Nú hef ég ekki spilað í nokkrum leikjum í röð þannig það var gott að fá að spila, skora tvö mörk. Slíkt gerir mikið fyrir sjálfstraustið," sagði Stokke í viðtali við mbl.is eftir leikinn.
„Þessa stundina er mjög skemmtilegt að spila á Íslandi. Núna er sumar og fínt hitastig úti. Þetta er nýr staður fyrir mér og nýtt lið þannig það tók sinn tíma að koma sér inn í hlutina. Nú gengur mér hins vegar vel á æfingum og kann vel við alla. Ég er að njóta hér og vonandi höldum við áfram að spila vel."
Benjamin Stokke skoraði tvö skalla mörk í sterkum sigri á KR???? #bestadeildin pic.twitter.com/G7i0ksIMvb
— Besta deildin (@bestadeildin) July 22, 2024
Sterkustu leikmenn:
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir