Danijel Djuric (Víkingur)
Danijel Djuric var valinn Sterkasti leikmaður 12. umferðar Bestu deildarinnar, í boði Steypustöðvarinnar. Valið var opinberað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Danijel og boltinn eru bestu vinir eins og sást greinilega í 4-0 sigri Víkings gegn Stjörnunnar, þar sem hann lagði upp þrjú mörk.
Hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að kasta brúsa í stuðningsmann Breiðabliks en mætir til baka fullur af eldmóði, ákveðinn í að láta til sín taka.
Danijel og boltinn eru bestu vinir eins og sást greinilega í 4-0 sigri Víkings gegn Stjörnunnar, þar sem hann lagði upp þrjú mörk.
Hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að kasta brúsa í stuðningsmann Breiðabliks en mætir til baka fullur af eldmóði, ákveðinn í að láta til sín taka.
„Danijel kemur til baka eftir tveggja leikja bann og leggur upp þrjú mörk ásamt því að eiga tvö stangarskot, magnaður í dag," skrifaði Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn.
„Ég segi bara Djuric is back. Ég er mættur hérna tíu sinnum betri í bæði hausnum og fótbolta, Djuric is back. Ég hef aldrei skotið svona oft í stöngina það var galið, en þrjár stoðsendingar ég tek því sem marki," sagði Danijel sjálfur í viðtali við Kára.
„Það var ógeðslega leiðinlegt, maður datt í smá þunglyndi í þessa tvo leiki en maður er mættur aftur og það er hrina af leikjum núna og það verður gaman."
Sterkustu leikmenn:
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 21 | 14 | 4 | 3 | 48 - 25 | +23 | 46 |
2. Víkingur R. | 20 | 13 | 4 | 3 | 47 - 23 | +24 | 43 |
3. Valur | 21 | 10 | 5 | 6 | 49 - 32 | +17 | 35 |
4. FH | 21 | 9 | 5 | 7 | 36 - 35 | +1 | 32 |
5. ÍA | 21 | 9 | 4 | 8 | 40 - 31 | +9 | 31 |
6. Stjarnan | 21 | 9 | 4 | 8 | 39 - 35 | +4 | 31 |
7. KA | 21 | 7 | 6 | 8 | 32 - 37 | -5 | 27 |
8. Fram | 21 | 7 | 5 | 9 | 28 - 29 | -1 | 26 |
9. KR | 20 | 5 | 6 | 9 | 34 - 39 | -5 | 21 |
10. HK | 21 | 6 | 2 | 13 | 23 - 51 | -28 | 20 |
11. Vestri | 21 | 4 | 6 | 11 | 22 - 42 | -20 | 18 |
12. Fylkir | 21 | 4 | 5 | 12 | 26 - 45 | -19 | 17 |
Athugasemdir