Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 23:55
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 10. umferð - Langbesti leikmaður deildarinnar
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Gylfi fagnar eftir að hafa skorað af vítapunktinum.
Gylfi fagnar eftir að hafa skorað af vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábær mæting, mikill hraði og hágæða skemmtun. Toppslagur Vals og Víkings endaði með 2-2 jafntefli og hann var svo sannarlega engin vonbrigði.

Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins og hann er að auki Sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

„Held að þetta sé ekkert nýtt sem ég er að segja en hann er bara í einhverjum öðrum heimi en aðrir leikmenn í þessari deild. Gjörsamlega sturlaður í dag og sýndi það enn eina ferðina að hann er besta vítaskytta sem við Íslendingar eigum," skrifaði Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn.

„Þessar vítaspyrnu voru eitthvað annað og það eru fáir í heiminum, ef einhverjir, sem geta varið þetta. Langbesti leikmaður deildarinnar."

Gylfi jafnaði tvívegis af vítapunktinum fyrir Val, í seinna skiptið í lok leiksins. Alvöru dramatík og stuð.

„Ég er sáttur með að við náðum að jafna en fyrirfram hefðum við viljað sigur hér á heimavelli. Leikirnir þróast ekki eins og maður óskar alltaf eftir," sagði Gylfi sjálfur í viðtali eftir leikinn.

Sterkustu leikmenn:
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Breiðablik 12 8 2 2 27 - 14 +13 26
3.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
4.    ÍA 11 5 2 4 21 - 15 +6 17
5.    FH 11 5 2 4 21 - 21 0 17
6.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
7.    Fram 11 3 4 4 15 - 17 -2 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    KA 11 2 2 7 17 - 27 -10 8
12.    Fylkir 11 2 1 8 16 - 30 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner