Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   þri 04. júní 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkastur í 9. umferð - Kviknað á Tryggva nágranna
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Tryggvi Hrafn í leiknum gegn KR í gær.
Tryggvi Hrafn í leiknum gegn KR í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Marki fagnað í Vesturbænum.
Marki fagnað í Vesturbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tryggvi Hrafn Haraldsson var valinn sterkasti leikmaður 9. umferðar í Bestu deildinni en valið var í Innkastinu núna áðan. Tryggvi skoraði tvennu í Vesturbænum og var virkilega líflegur.

„Tryggvi skoraði tvö geggjuð mörk en þau hefðu hæglega getað verið fleiri. Flott dagsverk hjá Tryggva engu að síður," sagði Kári Snorrason í skýrslu sinni frá leiknum.

Rætt var um frammistöðu Tryggva í Innkastinu. „Það vantar tvo af þeirra bestu mönnum en þá stíga aðrir upp. Tryggvi Hrafn er farinn að spila eins og hann gerði í fyrra," sagði Valur Gunnarsson.

„Það er ótrúlega jákvætt að Tryggvi sé kominn á blað og sé kominn í gang. Hann er búinn að vera frábær," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson.

Skagamaðurinn Sverrir Mar Smárason var ánægður með það á X að sjá Tryggva standa sig svona vel en hefði viljað að hann myndi bíða aðeins með það. „Andskotinn það er kviknað á Tryggva nágranna, ætlaði að fá hann heim á Skagann í júlí," skrifaði Sverrir léttur.

„Öfunda engan ungan mann sem lendir í the revenge tour hjá Tryggva nágranna."

Valsmenn hafa litið vel út að undanförnu en það stefnir í þriggja liða baráttu á toppnum á milli Víkings, Vals og Breiðabliks. Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan.

Sterkustu leikmenn:
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)


Innkastið - Ömurlegur varnarleikur í markaveislu
Athugasemdir
banner
banner
banner