Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   þri 16. júlí 2024 11:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 14. umferð - Arkitektinn og líka smiðurinn
Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
Ómar fagnar marki sínu í gær.
Ómar fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Björn Stefánsson, tvítugur leikmaður Fylkis, er Sterkasti leikmaður 14. umferðar í boði Steypustöðvarinnar. Hann var maður leiksins þegar Fylkir vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn ÍA í gær 3-0 og lyfti sér úr neðsta sætinu.

Ómar kom Fylki yfir með hreint frábæru marki en hann var svo sannarlega arkitektinn og líka smiðurinn að því. Þetta hófst með framúrskarandi sendingu hans.

„Fylkismenn bruna upp í skyndisókn og skora! Ómar Björn kemur með geggjaðan bolta á Guðmund Tyrfings. Gummi keyrir inn á teiginn og kemur með boltann fyrir á Ómar sjálfan sem klárar framhjá Árna í markinu!" skrifaði Sölvi Haraldsson í textalýsingu frá leiknum en markið má sjá hér að neðan.

„Þetta var geggjað. Loksins að fá að skora hérna á heimavelli, bara geggjað," sagði Ómar sjálfur í viðtali eftir leikinn en það var alltaf ógn í kringum hann og hann var mjög líflegur.

Þetta var annað mark Ómars í Bestu deildinni í sumar en hann hafði áður skorað gegn Vestra á Ísafirði.



Sterkustu leikmenn:
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 19 12 4 3 44 - 21 +23 40
2.    Breiðablik 19 12 4 3 43 - 22 +21 40
3.    Valur 19 9 5 5 44 - 28 +16 32
4.    ÍA 19 9 4 6 37 - 25 +12 31
5.    FH 19 8 5 6 33 - 30 +3 29
6.    Fram 19 7 5 7 27 - 26 +1 26
7.    Stjarnan 19 7 4 8 34 - 35 -1 25
8.    KA 19 6 6 7 28 - 33 -5 24
9.    KR 19 4 6 9 30 - 37 -7 18
10.    Vestri 19 4 5 10 21 - 39 -18 17
11.    HK 19 5 2 12 22 - 49 -27 17
12.    Fylkir 19 4 4 11 24 - 42 -18 16
Athugasemdir
banner
banner
banner