Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 01. september 2022 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton að kaupa James Garner
Mynd: EPA
Everton er að nálgast samkomulag við Manchester United um kaup á James Garner.

Garner er 21 árs miðjumaður sem uppalinn er hjá Manchester United en hefur undanfarin tvö tímabil verið lánaður í Championship deildina. Fyrra tímabilið var hann hjá Watford fyrri hlutann og Nottingham Forest seinni hlutann.

Á síðasta tímabili var hann hjá Forest og hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeildina.

Garner er enskur U21 landsliðsmaður og er Everton sagt hafa boðið um 15 milljónir punda í hann.
Athugasemdir