Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 01. september 2022 07:40
Brynjar Ingi Erluson
Hvað verður um Douglas Luiz?
Douglas Luiz
Douglas Luiz
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz gæti yfirgefið Aston Villa fyrir gluggalok en hvert mun hann fara?

Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, viðurkenndi það eftir 2-1 tap liðsins gegn Arsenal í gær að Luiz gæti yfirgefið félagið fyrir lok gluggans en að þetta væri ekki í hans höndum að ákveða fyrir brasilíska miðjumanninn.

„Ég hef enga stjórn á því. Það eru fleiri en tveir einstaklingar sem eru að stjórna því og ég er klárlega ekki einn af þeim," sagði Gerrard.

„Douglas og umboðsmaður hans ákveða hvað gerist. Ég væri til í að halda honum því hann er frábær leikmaður og ég hef svo sannarlega ekki farið leynt með það."

„Við erum ekki í stöðu þar sem við höfum efni á því að geta misst bestu leikmennina en á sama tíma þá á Douglas ár eftir af samningi og þetta er viðkvæm staða því félagið þarf að gera það sem er best fyrir klúbbinn og eitthvað sem er ekki endilega best fyrir mig," sagði Gerrard.

Fer hann til Liverpool?

Atlético Madríd, Chelsea, Arsenal og Liverpool eru öll sögð áhugasöm um Luiz.

Eitt félag mun leggja fram 20 milljón punda tilboð í leikmanninn í dag en ekki kemur fram hvaða félag. Fréttir frá Brasilíu segja að tilboðið sé frá Liverpool.

Luiz vill spila í Meistaradeildinni en hann kom til Villa frá Manchester City fyrir þremur árum fyrir 15 milljónir punda.

Hann hefur aðeins byrjað einn leik af fyrstu fimm leikjum tímabilsins en það var gegn West Ham síðustu helgi. Hann kom af bekknum gegn Arsenal í gær og skoraði beint úr hornspyrnu og það í annað sinn á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner