fim 01. október 2020 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Óskar Örn hetjan gegn Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 0 - 2 KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson ('1)
0-1 Erlingur Agnarsson ('34, misnotað víti)
0-2 Óskar Örn Hauksson ('72)

Víkingur R. tók á móti KR í Reykjavíkurslag í Pepsi Max-deild karla og komust gestirnir úr Vesturbæ yfir eftir 35 sekúndur. Óskar Örn Hauksson bjó þá til laglegt mark fyrir Ægi Jarl Jónasson sem skoraði úr auðveldu færi.

KR var betri aðilinn fyrsta hálftímann en heimamenn vöknuðu til lífsins þegar þeir fengu vítaspyrnu. Guðjón Orri Sigurjónsson varði spyrnuna frá Erlingi Agnarssyni og leiddu KR-ingar því í leikhlé.

Í síðari hálfleik skiptust liðin á að eiga færi þar til Óskar Örn tvöfaldaði forystu KR eftir fyrirgjöf frá Kennie Chopart.

Bæði lið hefðu getað bætt marki við leikinn á lokakaflanum en gerðu ekki og lokatölur því 0-2 fyrir KR.

Sigurinn er mikilvægur fyrir KR sem situr í sjötta sæti, aðeins einu stigi frá þriðjða sætinu og með leik til góða. Víkingur er í þriðja neðsta sæti, átta stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Sjá textalýsingu

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner