Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 01. nóvember 2019 13:10
Magnús Már Einarsson
Fabinho spjaldi frá banni - Tekur Klopp áhættuna?
Gæti misst af toppslagnum
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist eftir að ákveða hvort hann hvíli brasilíska miðjumanninn Fabinho í leiknum gegn Aston Villa á morgun.

Ef Fabinho fær gult spjald á morgun þarf hann að afplána leikbann í toppslagnum gegn Manchester City sunnudaginn 10. nóvember.

„Það er ekki mögulegt að spila við Villa án þess að fara í tæklingar," sagði Klopp í dag.

„Leikmennirnir vita þetta og ég veit þetta. Kannski þarf hann að takast á við þetta inni á vellinum eða ég þarf að takast á við þetta með liðsuppstillingunni. Ég hef ekki ennþá tekið lokaákvörðun svo við sjáum til."

Miðjumaðurinn Naby Keita er tæpur fyrir leikinn á morgun og þá staðfesti Klopp í dag að varnarmaðurinn Joel Matip verði frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla á hné.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir