Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 01. desember 2025 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Raggi ráðinn þjálfari NSÍ í Færeyjum (Staðfest) - Tilkynnt á afmælisdaginn
Mynd: NSÍ Runavík
Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari færeyska liðsins NSÍ Runavík. Félagið tilkynnti þetta í kvöld á 52 ára afmælisdegi Sigga. Hann skrifar undir eins árs samning.

NSÍ hafnaði í 3. sæti færeysku deildarinnar á síðustu leiktíð en Daniel Obbekjær og Klæmint Olsen, fyrrum leikmenn Breiðabliks, og Brandur Olsen, fyrrum leikmaður FH, eru á mála hjá félaginu.

Liðið hefur einu sinni orðið færeyskur meistari og þrisvar sinnum hefur liðið unnið bikarinn. Guðjón Þórðarson þjálfaði liðið árið 2019.

Siggi Raggi var þjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá 2006-2013 og hann stýrði liðinu á EM 2009 og 2013. Hann hefur einnig þjálfað karlalið ÍBV og Keflavík hér á landi. Hann hefur þjálfað kínverska kvennalið Jiangsu Suning ásamt kvennalandsliði Kína. Þá var hann aðstoðarþjálfari karlaliðs Lilleström á sínum tíma.


Athugasemdir
banner