Það er kominn tími á næstu umferð í ensku úrvalsdeildinni, þétt leikið í kringum hátíðarnar! Umferðin hefst núna seinni partinn með viðureign Brentford og Liverpool.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram, spáir í spilin. Síðastur til að spá var körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson sem var með fimm rétta í lokaumferðinni fyrir HM hlé.
Svona spáir Óskar leikjunum:
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram, spáir í spilin. Síðastur til að spá var körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson sem var með fimm rétta í lokaumferðinni fyrir HM hlé.
Svona spáir Óskar leikjunum:
Brentford 1 - 3 Liverpool
Þrátt fyrir gott gengi Brentford að undanförnu þá mun Liverpool klára þennan nokkuð þægilega. Darwin Nunez setur 2 og Salah 1, Mbueno setur hann fyrir Brentford. Toney verður on á over 3,5 goals og fer sáttur heim eftir leik.
Arsenal 1 - 1 Newcastle
Í fyrra hefði þetta verið leikur sem ekki margir hefðu haft gaman af. Í dag er önnur tíð og er þetta heldur betur risa slagur. Stál í stál allan leikin en sanngjarn jafntefli verður niðurstaðan. 2 öflugustu kantmenn tímabilsins í deildinni hingað til - Bukayo Saka og Almiron með mörkin.
Everton 0 - 0 Brighton
Leiðinlegasti leikur umferðarinnar. Brighton með boltann allan leikinn en Tarkowski og félagar í vörn Everton verða flottir.
Leicester 1 - 2 Fulham
Fulham eru bara ólseigir og klára þennan. Mitrovic með 2, set armbandið á hann þessa umferðina í fantasy. Baldur Haralds mun svo lifestreama þessum leik á snapchat fyrir áhugasama, sem verða sennilega ekki margir.
Manchester United 2 - 0 Bournemouth
Mjög svo þægilegur og örruggur sigur United manna. Rashford kominn úr skammakróknum og skorar 2. Bournemouth verða með undir 0,10 í XG.
Southampton 0 - 1 Nottingham Forest
Fallbaráttuslagur af bestu gerð. Mikil harka og svona 13 gul spjöld verða gefin í þessum leik. Brennan Johnson setur winnerinn eftir að James Ward-Prowse klúðrar víti.
Leeds 2 - 2 West Ham
West Ham hafa valdið miklum vonbrigðum þetta tímabilið. Scamacca mun samt koma þeim í 2-0. Sjálfstraustið ekki mikið í West Ham liðinu sem vann leik síðast í deildinni í október og missa þeir forustuna niður. Rodrigo og Gnonto setja mörk heimamanna.
Aston Villa 2 - 1 Wolves
Áhugaverður leikur, 2 nýir þjálfarar að taka við ágætlega mönnuðum liðum og held ég að bæði lið munu klífa upp töfluna á næstunni. Unai var með taktískan snilldarsigur í siðustu umferð gegn Tottenham og sjálfstraustið komið í hans menn sem klára þennan baráttuleik 2-1. Olla Watkins með bæði fyrir Villa. Costa kemur sér á blað svo fyrir Wolves.
Crystal Palace 1 - 1 Tottenham
Tottenham að hiksta og voru bara arfaslakir gegn Villa í síðustu umferð. Verða ekkert mikið skárri gegn Palace sem munu þó jafna í uppbót með marki Eze.
Chelsea 0 - 3 Man City
City menn fylgjast með Arsenal misstíga sig og taka Chelsea í kennslustund. Haaland með 2 og Mahrez 1. Björn Anton Guðmunds, harður stuðningsmaður Chelsea mun svo fara víða á netheiminum eftir leik að kalla eftir pung undir Todd Boehly að reka Potter og ráða Zidane inn.
Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Man City | 3 | 3 | 0 | 0 | 9 | 2 | +7 | 9 |
2 | Liverpool | 3 | 3 | 0 | 0 | 7 | 0 | +7 | 9 |
3 | Brighton | 3 | 2 | 1 | 0 | 6 | 2 | +4 | 7 |
4 | Arsenal | 3 | 2 | 1 | 0 | 5 | 1 | +4 | 7 |
5 | Newcastle | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 2 | +2 | 7 |
6 | Brentford | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 | 4 | +1 | 6 |
7 | Aston Villa | 3 | 2 | 0 | 1 | 4 | 4 | 0 | 6 |
8 | Bournemouth | 3 | 1 | 2 | 0 | 5 | 4 | +1 | 5 |
9 | Nott. Forest | 3 | 1 | 2 | 0 | 3 | 2 | +1 | 5 |
10 | Tottenham | 3 | 1 | 1 | 1 | 6 | 3 | +3 | 4 |
11 | Chelsea | 3 | 1 | 1 | 1 | 7 | 5 | +2 | 4 |
12 | Fulham | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 | 3 | 0 | 4 |
13 | West Ham | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 | 5 | -1 | 3 |
14 | Man Utd | 3 | 1 | 0 | 2 | 2 | 5 | -3 | 3 |
15 | Leicester | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 | 5 | -2 | 1 |
16 | Crystal Palace | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 5 | -3 | 1 |
17 | Ipswich Town | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 | 7 | -5 | 1 |
18 | Wolves | 3 | 0 | 1 | 2 | 3 | 9 | -6 | 1 |
19 | Southampton | 3 | 0 | 0 | 3 | 1 | 5 | -4 | 0 |
20 | Everton | 3 | 0 | 0 | 3 | 2 | 10 | -8 | 0 |
Athugasemdir