Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 28. október 2022 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Mímir spáir í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Aron Mímir
Aron Mímir
Mynd: Aðsend
Conte masterclass um helgina
Conte masterclass um helgina
Mynd: EPA
Ef Trippier nær góðum svefni klárar Newcastle sinn leik
Ef Trippier nær góðum svefni klárar Newcastle sinn leik
Mynd: EPA
Allt tryllist á Old Trafford
Allt tryllist á Old Trafford
Mynd: Getty Images
14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun með viðureign Leicester City og Manchester City í hádeginu. Umferðinni lýkur svo á sunnudag með viðureign Manchester United og West Ham. Athygli skal vakin á því að klukkan breytist á sunnudag og því hefjast leikir þá klukkutíma seinna en undanfarnar helgar.

Aron Mímir hefur vakið athygli á Twitter undanfarnar vikur og er hann spámaður umferðarinnar. Albert Hafsteinsson var spámaður síðustu umferðar og var hann með fjóra rétta.

Leicester 0 - 4 Man City (laugardag 11:30)
Leicester eru hættir á vökunni, búnir að hvíla sig aðeins og búnir að vinna síðustu 3 leiki. En Man City er of stór biti, Haaland sást haltra um Manchester borg þannig þetta verður bara 4-0 fyrir Man City í staðinn fyrir 5-0.

Bournemouth 1 - 2 Tottenham (laugardag 14:00)
Þetta verður Antonio Conte masterclass, hver skyndisóknin á fætur annarri og Spurs nær að vinna mjög lélegt Bournemouth lið 2 - 1 á útivelli. Kane með bæði mörkin.

Brentford 1 - 0 Wolves (laugardag 14:00)
Býflugurnar vinna Úlfana 1-0 á heimavelli í drepleiðinlegum leik af fótbolta, sækja þrjú heiðarleg stig gegn slöku Wolves liði sem er skugginn af sjálfum sér undanfarin tímabil.

Brighton 0 - 4 Chelsea (laugardag 14:00)
Graham Potter mætir sínum gömlu lærisveinum og gerir lítið úr þeim 4-0. Aubameyang mun eiga góðan leik. Verður fjörugur fyrri hálfleikur en mun róast niður í seinni hálfleik.

Crystal Palace 2 - 1 Southampton (laugardag 14:00)
Crystal Palace búnir að vera seigir meðan Southampton hafa verið slakir, Zaha er búinn að vera geggjaður ásamt Edouard. Ég sé ekki hvernig Southampton ætla að stoppa þá, þetta fer 2-1 fyrir Palace.

Newcastle 2 - 0 Aston Villa (laugardag 14:00)
Newcastle eru búnir að vera eitt besta liðið á tímabilinu og hafa náð í 3 stig í erfiðum leikjum, meðan Aston Villa eru nýbúnir að reka þjálfaran en áttu einn góðan leik síðast. Aston Villa vinnur ekki þennan leik nema Trippier endi á vökunni um helgina. Þessi fer 2-0.

Fulham 1 - 1 Everton (laugardag 16:30)
Everton eru á skriði en Fulham eru með kónginn Mitrovic. Þessi leikur fer 1-1 og verður fyrsta jafnteflið um helgina.

Liverpool 5 - 2 Leeds (laugardag 18:45)
Liverpool rífa sig í gang eftir grátlegt tap gegn Nottingham Forest, tóku Ajax 3-0 í Champions League og byggja upp momentum út frá því. Darwin Nunez mun sýna ástæðuna fyrir því af hverju hann var keyptur. Leeds hafa ekki verið skemmtilegir þetta tímabil en þetta verður markaleikur

Arsenal 3 - 1 Nottingham Forest (sunnudag 14:00)
Arsenal hafa verið virkilega góðir og eru alltaf að fara vinna þennan leik, Nottingham eru með góða leikmenn en eiga eftir að læra spila betur saman. Þeir unnu vængbrotið Liverpool lið síðustu helgi, maður veit ekki hvað er að marka út frá því. Martinelli maður leiksins.

Manchester Utd 3 - 1 West Ham (sunnudag 16:15)
Þetta verður 3-1 sigur fyrir Manchester. Ástæðan fyrir því er sú að Nayef Aguerd og Maxwell Cornet eru báðir meiddir í hjarta varnarleiksins sem þýðir að Manchester verður of stór biti á Old trafford í þetta skiptið. Casemiro setur eitt, allt verður vitlaust og Martial tvö. Paqueta setur eina mark West Ham.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Getur ekki verið mikið verra en Gerrard
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 17 10 5 2 37 19 +18 35
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Bournemouth 17 8 4 5 27 21 +6 28
6 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
7 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
8 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
9 Fulham 17 6 7 4 24 22 +2 25
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 17 7 2 8 39 25 +14 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Everton 16 3 7 6 14 21 -7 16
16 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 17 1 3 13 11 36 -25 6
Athugasemdir
banner
banner