Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
   fös 02. febrúar 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
„Yrði brjálæði hjá Alonso að segja nei við Liverpool“
Alonso er stjóri Bayer Leverkusen.
Alonso er stjóri Bayer Leverkusen.
Mynd: EPA
Xabi Alonso er talinn líklegastur til að taka við Liverpool af Jurgen Klopp og er efstur á óskalista flestra stuðningsmanna.

„Ef Liverpool býður Xabi Alonso starfið tel ég að það yrði brjálæði hjá honum að taka því ekki. Ég tel að það sé ekki til betra tækifæri eða betra starf laust í sumar en Liverpoool," segir þýski blaðamaðurinn Raphael Honigstein.

„Þrátt fyrir allt sem fylgir því að taka við eftir arfleifð Jurgen Klopp þá verður hann með frábæran leikmannahóp sem er samkeppnishæfur í allar keppnir."

„Af hverju ætti hann ekki að taka því? Eina skýringin væri sú að honum þætti sem hann þyrfti meiri tíma til að læra inn á starfið, taka fyrst þátt í Meistaradeildinni. En ég held að hann muni alltaf taka þessu starfi ef það býðst því þó ekki sé allt fullkomið hjá Liverpool þá er stöðugt umhverfi undir FSG."

Alonso var í uppáhaldi stuðningsmanna sem leikmaður Liverpool og skoraði í sigri liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005. Stjóraferill hans fer vel af stað og Bayer Leverkusen er á toppi þýsku Bundesligunnar og í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Þegar hann tók við Leverkusen í október 2022 var liðið í næst neðsta sæti eftir átta umferðir í Þýskalandi. Aðeins 26 leikjum síðar endaði liðið í sjötta sæti og náði í Evrópu.
Hverjir verða bikarmeistarar?
Athugasemdir
banner
banner