Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. mars 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hopp kallar stuðningsmenn Bayern „hálfvita"
Dietmar Hopp, eigandi Hoffenheim.
Dietmar Hopp, eigandi Hoffenheim.
Mynd: Getty Images
Dietmar Hopp, eigandi Hoffenheim, hefur svarað fyrir sig vegna mótmæla stuðningsmanna Bayern München á leik gegn Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Staðan var 0-6 fyrir Bayern þegar leikurinn var stöðvaður á 77. mínútu vegna borða sem stuðningsmenn Bayern settu upp. Borðarnir voru með meiðyrðum í garð Hopp þar sem hann var meðal annars kallaður tíkarsonur og hóruungi.

Borðarnir voru teknir niður en stuðningsmenn Bayern tóku þá að syngja níðsöngva um Hopp. Nokkrum mínútum síðar komu leikmenn beggja liða sér saman um að senda boltann sín á milli restina af leiknum.

Sjá einnig:
Myndband: Leikmenn Bayern og Hoffenheim sendu á milli

Hopp hefur legið undir mikilli gagnrýni frá stuðningsmönnum annarra félaga í þýsku deildinni. Hann er sagður hafa keypt Hoffenheim upp í efstu deild þar sem hann setti hann mikinn pening í félagið til að koma því á þann stað sem það er á í dag.

Hansi Flick, þjálfari Bayern, og Karl-Heinz Rummenigge, þýska stórveldisins, báðust afsökunar. Hopp ræddi við Sport1 og sagði: „Ef ég myndi á einhvern hátt vita hvað þessir hálfvita vilja frá mér, þá væri auðveldara fyrir mig að skilja."

„Ég vil ekki tala um þetta fólk, það er tilgangslaust. Það býr í öðrum heimi."

Í þýska boltanum eru flest félög í eigu stuðningsmanna, Hoffenheim og RB Leipzig eru undantekningar.

Það voru einnig læti í öðrum leikjum í Þýskalandi varðandi Hopp.
Athugasemdir
banner
banner