Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   lau 29. febrúar 2020 17:13
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Leikmenn Bayern og Hoffenheim sendu á milli
FC Bayern rúllaði yfir Hoffenheim er liðin mættust í þýsku deildinni í dag. Staðan var 0-6 fyrir Bayern þegar leikurinn var stöðvaður á 77. mínútu vegna borða sem stuðningsmenn Bayern settu upp. Borðarnir voru með meiðyrðum í garð Dietmar Hopp, eiganda Hoffenheim, þar sem hann var meðal annars kallaður tíkarsonur og hóruungi.

Borðarnir voru teknir niður en stuðningsmenn Bayern tóku þá að syngja níðsöngva um Hopp. Nokkrum mínútum síðar komu leikmenn beggja liða sér saman um að senda boltann sín á milli restina af leiknum, eins og er hægt að sjá á myndbandi hér fyrir neðan.

Hopp hefur legið undir mikilli gagnrýni frá stuðningsmönnum annarra félaga í þýsku deildinni. Hann er sagður hafa keypt Hoffenheim upp í efstu deild, enda dældi hann miklum pening í félagið til að koma því á þann stað sem það er á í dag.

Í þýska boltanum eru nánast öll félög í eigu stuðningsmanna, Hoffenheim og RB Leipzig eru undantekningar.

Bayern er á toppi deildarinnar á meðan Hoffenheim situr í áttunda sæti, tveimur stigum frá Evrópu.






Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir