Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. febrúar 2020 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Stöðvuðu tvo aðra leiki vegna mótmæla í Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stöðva þurfti viðureign Hoffenheim og FC Bayern í þýsku deildinni í dag eftir að stuðningsmenn Bayern tóku upp móðgandi borða í garð Dietmar Hopp, eiganda Hoffenheim. Bayern vann leikinn 0-6.

Stuðningsmenn Bayern voru þó ekki þeir einu sem hjóluðu í Hopp í leikjum dagsins því það þurfti einnig að stöðva heimaleik Borussia Dortmund gegn Freiburg og 3-0 sigur Kölnar gegn Schalke.

Á borðum stuðningsmanna var Hopp meðal annars kallaður tíkarsonur og hóruungi.

Þessi mótmæli eru þó ekki gegn Hopp einum og sér, heldur gegn þýska knattspyrnusambandinu sem dæmdi stuðningsmenn Dortmund í tveggja ára bann frá útileikjum gegn Hoffenheim vegna níðsöngva í garð Hopp.

Stuðningsmenn eru ekki sáttir með viðbrögð knattspyrnusambandsins sem hefur til að mynda aldrei látið stöðva leik vegna kynþáttafordóma.

Hopp er illa liðinn í þýska boltanum vegna þess að hann keypti Hoffenheim upp í efstu deild. Félagið var í utandeildinni þegar Hopp mætti til leiks um aldamótin og var búið að vinna sig upp í efstu deild átta árum síðar. Hopp er einn af fáum eigendum í þýsku deildinni. Oft hefur verið kvartað undan eignarhaldi RB Leipzig og þá eru Bayer Leverkusen og Wolfsburg í eigu einkaaðila.

Knattspyrnusérfræðingar í Þýskalandi búast við að mótmælin muni halda áfram í næstu umferðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner